Bandaríkin eyddu milljónum í leynilegar rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 09:32 Pentagon, höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varið milljónum Bandaríkjadala til rannsókna á svokölluðum „fljúgandi furðuhlutum.“ Verkefninu var komið á fót árið 2007 og slaufað fimm árum síðar. Aðeins fáeinir embættismenn vissu af rannsóknunum. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt bandaríska dagblaðsins New York Times. Í skjölum úr verkefninu, sem dablaðið hefur undir höndum, eru skrásettar lýsingar á „undarlegu, hraðskreiðu flugfari“ og hlutum sem svifu í loftinu. Talið er að rannsóknirnar hafi kostað varnarmálaráðuneytið yfir 20 milljónir Bandaríkjadala áður en þær urðu niðurskurðarhnífnum að bráð. Fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Harry Reid, sem sat á þingi fyrir Demókrataflokkinn, hrinti verkefninu í framkvæmd á sínum tíma. Í samtali við New York Times sagði Reid að hann „skammaðist sín ekki fyrir að hafa komið þessu af stað.“ „Ég hef gert svolítið sem enginn hefur gert áður,“ bætti Reid við sem tjáði sig auk þess um málið á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar ítrekaði hann mikilvægi þess að Bandaríkin beittu sér fyrir rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum.If anyone says they have the answers, they're fooling themselves. We don't know the answers but we have plenty of evidence to support asking the questions. This is about science and national security. If America doesn't take the lead in answering these questions, others will.— Senator Harry Reid (@SenatorReid) December 16, 2017 Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, eru fljúgandi furðuhlutir enn til rannsóknar hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vegna skorts á fjármagni eru rannsóknirnar þó gerðar samhliða öðrum verkefnum. Bandaríkin Tengdar fréttir Nafnlaust símtal og rússneskur leyniþjónustumaður Donald Trump Bandaríkjaforseti aflétti í gær leynd á tæplega þrjúþúsund skjölum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1963. 27. október 2017 08:38 Rýnt í leyniskjöl CIA: Einblíndu á herstöðina og skráðu kommúnista Fjölmörg skjöl bandarísku leyniþjónustunnar CIA fjalla um Ísland. Fréttablaðið rýndi í fjölmörg þeirra. 21. janúar 2017 07:00 Nýbirt skjöl um JFK valda vonbrigðum Stór hluti þeirra skjala er varða morðið á John F. Kennedy voru birt í fyrrinótt. Nokkrum hluta skjalanna var haldið eftir á grundvelli þjóðarhagsmuna og þjóðaröryggis. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varið milljónum Bandaríkjadala til rannsókna á svokölluðum „fljúgandi furðuhlutum.“ Verkefninu var komið á fót árið 2007 og slaufað fimm árum síðar. Aðeins fáeinir embættismenn vissu af rannsóknunum. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt bandaríska dagblaðsins New York Times. Í skjölum úr verkefninu, sem dablaðið hefur undir höndum, eru skrásettar lýsingar á „undarlegu, hraðskreiðu flugfari“ og hlutum sem svifu í loftinu. Talið er að rannsóknirnar hafi kostað varnarmálaráðuneytið yfir 20 milljónir Bandaríkjadala áður en þær urðu niðurskurðarhnífnum að bráð. Fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Harry Reid, sem sat á þingi fyrir Demókrataflokkinn, hrinti verkefninu í framkvæmd á sínum tíma. Í samtali við New York Times sagði Reid að hann „skammaðist sín ekki fyrir að hafa komið þessu af stað.“ „Ég hef gert svolítið sem enginn hefur gert áður,“ bætti Reid við sem tjáði sig auk þess um málið á Twitter-reikningi sínum í gær. Þar ítrekaði hann mikilvægi þess að Bandaríkin beittu sér fyrir rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum.If anyone says they have the answers, they're fooling themselves. We don't know the answers but we have plenty of evidence to support asking the questions. This is about science and national security. If America doesn't take the lead in answering these questions, others will.— Senator Harry Reid (@SenatorReid) December 16, 2017 Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, eru fljúgandi furðuhlutir enn til rannsóknar hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vegna skorts á fjármagni eru rannsóknirnar þó gerðar samhliða öðrum verkefnum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Nafnlaust símtal og rússneskur leyniþjónustumaður Donald Trump Bandaríkjaforseti aflétti í gær leynd á tæplega þrjúþúsund skjölum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1963. 27. október 2017 08:38 Rýnt í leyniskjöl CIA: Einblíndu á herstöðina og skráðu kommúnista Fjölmörg skjöl bandarísku leyniþjónustunnar CIA fjalla um Ísland. Fréttablaðið rýndi í fjölmörg þeirra. 21. janúar 2017 07:00 Nýbirt skjöl um JFK valda vonbrigðum Stór hluti þeirra skjala er varða morðið á John F. Kennedy voru birt í fyrrinótt. Nokkrum hluta skjalanna var haldið eftir á grundvelli þjóðarhagsmuna og þjóðaröryggis. 28. október 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Nafnlaust símtal og rússneskur leyniþjónustumaður Donald Trump Bandaríkjaforseti aflétti í gær leynd á tæplega þrjúþúsund skjölum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1963. 27. október 2017 08:38
Rýnt í leyniskjöl CIA: Einblíndu á herstöðina og skráðu kommúnista Fjölmörg skjöl bandarísku leyniþjónustunnar CIA fjalla um Ísland. Fréttablaðið rýndi í fjölmörg þeirra. 21. janúar 2017 07:00
Nýbirt skjöl um JFK valda vonbrigðum Stór hluti þeirra skjala er varða morðið á John F. Kennedy voru birt í fyrrinótt. Nokkrum hluta skjalanna var haldið eftir á grundvelli þjóðarhagsmuna og þjóðaröryggis. 28. október 2017 06:00