Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Guðni Elísson skrifar 2. desember 2017 19:01 Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun