Körfubolti

Snæfell með sigur á Njarðvík

Dagur Lárusson skrifar
Kristen átti stórleik í dag.
Kristen átti stórleik í dag. vísir/vilhelm

Snæfell og Njarðvík mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í dag en leikurinn hófst klukkan 14:00.

Fyrir leikinn voru Snæfell og Njarðvík tvö neðstu lið deildarinnar, Njarðvík á botninum með 0 stig á meðan Snæfell var einu sæti ofar með 8 stig.

Það var Snæfell sem var sterkari aðilinn í þessum leik og voru þær yfir 22-9 eftir fyrsta leikhluta en staðan í hálfleik var 42-30.

Snæfell hélt út forystunni allan leikinn og unnu að lokum sigur 76-62. Stigahæsti leikmaður Snæfells var Kristen Mccarthy með 31 stig en hún spilaði svokallaða fernu með 15 fráköst, 10 stoðsendingar og 12 stolnur. Karen Dögg var stigahæst í liði Njarðvíkur með 36 stig og 20 fráköst.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræðina úr leiknum.

Snæfell-Njarðvík 76-62 (22-9, 20-21, 17-11, 17-21)

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 31/15 fráköst/10 stoðsendingar/12 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst/4 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Thelma Hinriksdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Inga Rósa Jónsdóttir 0.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/20 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 10, Ína María Einarsdóttir 4, Björk Gunnarsdótir 3/9 fráköst, Hrund Skúladóttir 3/6 fráköst,Hulda Bergsteinsdóttir 2/4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 2/4 fráköst, María Jónsdóttir 2/4 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.