Afleiðingar ofbeldis – hvað þýðir það á mannamáli? Jóhanna G. Birnudóttir skrifar 5. desember 2017 06:00 Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun