Afleiðingar ofbeldis – hvað þýðir það á mannamáli? Jóhanna G. Birnudóttir skrifar 5. desember 2017 06:00 Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar