Afleiðingar ofbeldis – hvað þýðir það á mannamáli? Jóhanna G. Birnudóttir skrifar 5. desember 2017 06:00 Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við heyrt um hverjar eru afleiðingar ofbeldis í æsku. Það eru bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar, en hvað þýðir það í raun og veru? Markaleysi, hvað þýðir það? Jú, að finna ekki mörkin sín, að fólk getur valtað yfir mann bæði andlega og líkamlega og viðkomandi nær ekki að staðsetja sig, nær ekki að segja nei í mörgum aðstæðum og áttar sig jafnvel ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta getur verið á mörgum sviðum. Að geta ekki sagt nei við kynlífi, samskiptum, vinnu, félagslífi eða jafnvel einfaldlega að segja nei mig langar ekki í ís. Að finna ekki hjá sjálfum sér stopp takkann og jafnvel þó maður vilji segja nei er maður kominn í þær aðstæður að finnast það of seint að segja nei. Brotin sjálfsmynd. Finnast maður óhreinn og ljótur, að allir geti séð utan á manni í hvernig umhverfi maður er. Efast sífellt um sjálfan sig, allt sem maður gerir eða segir hljóti að vera rangt. Að maður les alltaf það versta úr aðstæðum. Ef einhver hrósar manni sé það vorkun eða kaldhæðni, ef það voru skammir var það til að fullvissa mann um að maður væri ómögulegur í alla staði og gæti ekki lært neitt. Viðkomandi fer oft í það að passa sig á að vera ekki fyrir, vera ekki til og fer líka í að gæta að öllum öðrum líði vel, á sinn kostnað. Skömm. Skammast sín fyrir hvernig maður talar, hvernig maður hreyfir sig, hvernig maður borðar, í hvernig fötum maður er eða hvernig lykt sé af manni. Skömmin er svo þung að oft er erfitt að anda. Samviskubit. Að hafa samviskubit yfir því að vera til, hvernig manni leið, hvernig öðrum leið, hefði ekki átt að segja þetta, hefði ekki átt að gera svona. Líkamleg einkenni; Verkir. Endalausir óútskýrðir verkir. Jafnvel á unga aldri að finna allsstaðar til í líkamanum. Maganum, höfðinu, bakinu, hálsinum, hnjánum. vaðandi í vöðvabólgu sem enginn hefur skýringu á. Meltingartruflanir, hjartsláttartruflanir, móðurlífsvandamál, sviði í beinunum. Að segja ekki frá getur verið lífshættulegt. Með því að segja upphátt orðin sem þeytast um í höfðinu á manni losar maður um verki, bæði líkamlega og andlega. Því oftar sem þú segir frá, því meira nærðu að losa þig frá atburðunum. Með því að segja frá nærðu að koma tilfinningum þínum í réttara horf. Með því að segja frá ertu að bjarga eigin lífi.Með bestu kveðju ,Jokka (Jóhanna G. Birnudóttir), starfskona Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar