Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum Íris Björg Birgisdóttir og Þórleif Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2017 14:41 Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun