Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum Íris Björg Birgisdóttir og Þórleif Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2017 14:41 Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun