Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum Íris Björg Birgisdóttir og Þórleif Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2017 14:41 Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar