Um súlur og höfuð sem stungið er í sandinn Helgi Þorláksson skrifar 5. desember 2017 07:00 Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun