Um súlur og höfuð sem stungið er í sandinn Helgi Þorláksson skrifar 5. desember 2017 07:00 Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar