Gleymdir þolendur Hans Jónsson skrifar 4. desember 2017 18:08 Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar