Gleymdir þolendur Hans Jónsson skrifar 4. desember 2017 18:08 Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar