Þjónusta Stígamóta við fatlað fólk Guðrún Jónsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Þann 23. nóvember sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fyrrverandi starfskonu Stígamóta og formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Þau virðast álíta að sérhæfð þjónusta fyrir fatlað fólk hafi verið einstök á meðan starfskonan fyrrverandi gegndi starfinu, en að hún sé lítil sem engin núna. Enn fremur er látið að því liggja að hjá okkur starfi jafnvel of margt fólk, að við höfum hafnað hæfasta starfskraftinum sem sótti um starf hjá okkur og að rétt sé að við skilum því fjármagni sem okkur hefur verið veitt til þess að sinna fötluðu fólki. Í greininni er dregin upp skekkt mynd af þjónustu Stígamóta og því nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Höfundar greinarinnar gefa til kynna að starfsfólk Stígamóta sé jafnvel of margt og bera það saman við lítinn fjölda starfsmanna í Barnahúsi og hjá lögreglu. Því skal á það bent að á síðasta ári þjónustuðu Stígamót 654 einstaklinga í 2.249 viðtölum. Biðlistar voru langir og að auki fór fram umfangsmikil fræðslustarfsemi. Draumur okkar er að sjálfsögðu að allir þeir aðilar sem vinna gegn kynferðisofbeldi hafi til þess nauðsynlegt fjármagn og mannafla.Þjónustan óbreytt Á Stígamótum hefur frá upphafi verið veitt þjónusta án aðgreiningar og því hafa jafnt konur sem karlar, fatlaðir sem ófatlaðir, erlendir jafnt sem íslenskir einstaklingar getað leitað til okkar. Á árinu 2016 leituðu 338 einstaklingar til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 109 sem sögðust hafa einhverja af eftirtöldum skerðingum: þroskahömlun, hreyfihömlun, blindu, sjónskerðingu, geðsjúkdóm, einhverfu, heyrnarskerðingu og/eða aðra skerðingu. Þetta er um þriðjungur af okkar fólki, svo ekki verður sagt að fatlað fólk nýti ekki þjónustuna. Það er athyglisvert þegar tölfræðin er skoðuð að aðeins sautján úr þessum hópi voru í ráðgjöf hjá starfskonunni fyrrverandi en megnið af hópnum var í viðtölum hjá öðrum ráðgjöfum. Fræðsluhlutverk hennar við fatlað fólk á sama ári fólst í fimm fyrirlestrum um fatlanir og ofbeldi. Sambærilegum hlutverkum sinnir annað starfsfólk Stígamóta iðulega. Þjónusta við fatlað fólk á Stígamótum er og hefur verið umtalsverð. Til að mynda buðum við erlendum sérfræðingum til Íslands í haust sem héldu vandað dagsnámskeið fyrir áttatíu manns um ofbeldi gegn fötluðu fólki og við eigum mikið af góðu fræðsluefni sem sömu sérfræðingar gáfu okkur leyfi til þess að þýða.Framhald vitundarvakningar Fullyrt er í greininni að við höfum gengið framhjá hæfasta umsækjandanum til þess að sinna þróunarverkefni um málefni fatlaðs fólks. Fullyrðingu greinarhöfunda verður að skoða í því ljósi að þau hafa ekki yfirsýn yfir umsækjendur um stöðuna. Að auki má nefna að það er ekki sjálfsagðara að fötluð manneskja sé sjálfkrafa hæfust, en að álíta að fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi sé sjálfkrafa bestu sérfræðingarnir í að veita öðrum ráðgjöf. Ætla verður að greinarhöfundar vísi hér til fatlaðs umsækjanda sem sótti um starfið og skal því áréttað að ef ráðið hefði verið í starfið og um sambærilega hæfni hefði verið að ræða, hefði fötluð manneskja að sjálfsögðu verið ráðin. Stígamót hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að ná til þeirra sem ekki vita um þjónustu okkar og fræða almenning, fagfólk og fólk með skerðingar um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis og hvað sé til ráða. Eftir að hafa skoðað hvernig kraftar sérhæfðs starfsmanns nýttust í starfinu á Stígamótum, töldum við betra að láta reyna á samstarf við samtök fatlaðs fólks við vitundarvakninguna. Þess vegna var sex stórum samtökum fatlaðs fólks boðið til samráðs um verkefnið. Samtökin kunna mikið um hvers konar fatlanir og við ýmislegt um ofbeldi. Hugmynd okkar var að í sameiningu gætum við lyft grettistaki og var því vel tekið. Á fyrsta fundi stungum við upp á að við myndum gefa út átta síðna aukablað með Fréttablaðinu um ofbeldi gegn fötluðu fólki til að vekja almenning til vitundar um vandann. Blaðið yrði greitt fyrir fjármagn Stígamóta til málaflokksins og dreift í 85.000 eintökum. Verkefnin eru endalaus. Þau krefjast samvinnu og trausts milli samstarfsaðila sem nauðsynlegt er að efla. Samráðið hefur ekki verið slegið af og við viljum glöð vinna með öllum þeim sem vilja vinna með okkur að tryggari tilveru fatlaðs sem ófatlaðs fólks. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 23. nóvember sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fyrrverandi starfskonu Stígamóta og formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Þau virðast álíta að sérhæfð þjónusta fyrir fatlað fólk hafi verið einstök á meðan starfskonan fyrrverandi gegndi starfinu, en að hún sé lítil sem engin núna. Enn fremur er látið að því liggja að hjá okkur starfi jafnvel of margt fólk, að við höfum hafnað hæfasta starfskraftinum sem sótti um starf hjá okkur og að rétt sé að við skilum því fjármagni sem okkur hefur verið veitt til þess að sinna fötluðu fólki. Í greininni er dregin upp skekkt mynd af þjónustu Stígamóta og því nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Höfundar greinarinnar gefa til kynna að starfsfólk Stígamóta sé jafnvel of margt og bera það saman við lítinn fjölda starfsmanna í Barnahúsi og hjá lögreglu. Því skal á það bent að á síðasta ári þjónustuðu Stígamót 654 einstaklinga í 2.249 viðtölum. Biðlistar voru langir og að auki fór fram umfangsmikil fræðslustarfsemi. Draumur okkar er að sjálfsögðu að allir þeir aðilar sem vinna gegn kynferðisofbeldi hafi til þess nauðsynlegt fjármagn og mannafla.Þjónustan óbreytt Á Stígamótum hefur frá upphafi verið veitt þjónusta án aðgreiningar og því hafa jafnt konur sem karlar, fatlaðir sem ófatlaðir, erlendir jafnt sem íslenskir einstaklingar getað leitað til okkar. Á árinu 2016 leituðu 338 einstaklingar til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 109 sem sögðust hafa einhverja af eftirtöldum skerðingum: þroskahömlun, hreyfihömlun, blindu, sjónskerðingu, geðsjúkdóm, einhverfu, heyrnarskerðingu og/eða aðra skerðingu. Þetta er um þriðjungur af okkar fólki, svo ekki verður sagt að fatlað fólk nýti ekki þjónustuna. Það er athyglisvert þegar tölfræðin er skoðuð að aðeins sautján úr þessum hópi voru í ráðgjöf hjá starfskonunni fyrrverandi en megnið af hópnum var í viðtölum hjá öðrum ráðgjöfum. Fræðsluhlutverk hennar við fatlað fólk á sama ári fólst í fimm fyrirlestrum um fatlanir og ofbeldi. Sambærilegum hlutverkum sinnir annað starfsfólk Stígamóta iðulega. Þjónusta við fatlað fólk á Stígamótum er og hefur verið umtalsverð. Til að mynda buðum við erlendum sérfræðingum til Íslands í haust sem héldu vandað dagsnámskeið fyrir áttatíu manns um ofbeldi gegn fötluðu fólki og við eigum mikið af góðu fræðsluefni sem sömu sérfræðingar gáfu okkur leyfi til þess að þýða.Framhald vitundarvakningar Fullyrt er í greininni að við höfum gengið framhjá hæfasta umsækjandanum til þess að sinna þróunarverkefni um málefni fatlaðs fólks. Fullyrðingu greinarhöfunda verður að skoða í því ljósi að þau hafa ekki yfirsýn yfir umsækjendur um stöðuna. Að auki má nefna að það er ekki sjálfsagðara að fötluð manneskja sé sjálfkrafa hæfust, en að álíta að fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi sé sjálfkrafa bestu sérfræðingarnir í að veita öðrum ráðgjöf. Ætla verður að greinarhöfundar vísi hér til fatlaðs umsækjanda sem sótti um starfið og skal því áréttað að ef ráðið hefði verið í starfið og um sambærilega hæfni hefði verið að ræða, hefði fötluð manneskja að sjálfsögðu verið ráðin. Stígamót hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að ná til þeirra sem ekki vita um þjónustu okkar og fræða almenning, fagfólk og fólk með skerðingar um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis og hvað sé til ráða. Eftir að hafa skoðað hvernig kraftar sérhæfðs starfsmanns nýttust í starfinu á Stígamótum, töldum við betra að láta reyna á samstarf við samtök fatlaðs fólks við vitundarvakninguna. Þess vegna var sex stórum samtökum fatlaðs fólks boðið til samráðs um verkefnið. Samtökin kunna mikið um hvers konar fatlanir og við ýmislegt um ofbeldi. Hugmynd okkar var að í sameiningu gætum við lyft grettistaki og var því vel tekið. Á fyrsta fundi stungum við upp á að við myndum gefa út átta síðna aukablað með Fréttablaðinu um ofbeldi gegn fötluðu fólki til að vekja almenning til vitundar um vandann. Blaðið yrði greitt fyrir fjármagn Stígamóta til málaflokksins og dreift í 85.000 eintökum. Verkefnin eru endalaus. Þau krefjast samvinnu og trausts milli samstarfsaðila sem nauðsynlegt er að efla. Samráðið hefur ekki verið slegið af og við viljum glöð vinna með öllum þeim sem vilja vinna með okkur að tryggari tilveru fatlaðs sem ófatlaðs fólks. Höfundur er talskona Stígamóta.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun