Þjónusta Stígamóta við fatlað fólk Guðrún Jónsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Þann 23. nóvember sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fyrrverandi starfskonu Stígamóta og formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Þau virðast álíta að sérhæfð þjónusta fyrir fatlað fólk hafi verið einstök á meðan starfskonan fyrrverandi gegndi starfinu, en að hún sé lítil sem engin núna. Enn fremur er látið að því liggja að hjá okkur starfi jafnvel of margt fólk, að við höfum hafnað hæfasta starfskraftinum sem sótti um starf hjá okkur og að rétt sé að við skilum því fjármagni sem okkur hefur verið veitt til þess að sinna fötluðu fólki. Í greininni er dregin upp skekkt mynd af þjónustu Stígamóta og því nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Höfundar greinarinnar gefa til kynna að starfsfólk Stígamóta sé jafnvel of margt og bera það saman við lítinn fjölda starfsmanna í Barnahúsi og hjá lögreglu. Því skal á það bent að á síðasta ári þjónustuðu Stígamót 654 einstaklinga í 2.249 viðtölum. Biðlistar voru langir og að auki fór fram umfangsmikil fræðslustarfsemi. Draumur okkar er að sjálfsögðu að allir þeir aðilar sem vinna gegn kynferðisofbeldi hafi til þess nauðsynlegt fjármagn og mannafla.Þjónustan óbreytt Á Stígamótum hefur frá upphafi verið veitt þjónusta án aðgreiningar og því hafa jafnt konur sem karlar, fatlaðir sem ófatlaðir, erlendir jafnt sem íslenskir einstaklingar getað leitað til okkar. Á árinu 2016 leituðu 338 einstaklingar til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 109 sem sögðust hafa einhverja af eftirtöldum skerðingum: þroskahömlun, hreyfihömlun, blindu, sjónskerðingu, geðsjúkdóm, einhverfu, heyrnarskerðingu og/eða aðra skerðingu. Þetta er um þriðjungur af okkar fólki, svo ekki verður sagt að fatlað fólk nýti ekki þjónustuna. Það er athyglisvert þegar tölfræðin er skoðuð að aðeins sautján úr þessum hópi voru í ráðgjöf hjá starfskonunni fyrrverandi en megnið af hópnum var í viðtölum hjá öðrum ráðgjöfum. Fræðsluhlutverk hennar við fatlað fólk á sama ári fólst í fimm fyrirlestrum um fatlanir og ofbeldi. Sambærilegum hlutverkum sinnir annað starfsfólk Stígamóta iðulega. Þjónusta við fatlað fólk á Stígamótum er og hefur verið umtalsverð. Til að mynda buðum við erlendum sérfræðingum til Íslands í haust sem héldu vandað dagsnámskeið fyrir áttatíu manns um ofbeldi gegn fötluðu fólki og við eigum mikið af góðu fræðsluefni sem sömu sérfræðingar gáfu okkur leyfi til þess að þýða.Framhald vitundarvakningar Fullyrt er í greininni að við höfum gengið framhjá hæfasta umsækjandanum til þess að sinna þróunarverkefni um málefni fatlaðs fólks. Fullyrðingu greinarhöfunda verður að skoða í því ljósi að þau hafa ekki yfirsýn yfir umsækjendur um stöðuna. Að auki má nefna að það er ekki sjálfsagðara að fötluð manneskja sé sjálfkrafa hæfust, en að álíta að fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi sé sjálfkrafa bestu sérfræðingarnir í að veita öðrum ráðgjöf. Ætla verður að greinarhöfundar vísi hér til fatlaðs umsækjanda sem sótti um starfið og skal því áréttað að ef ráðið hefði verið í starfið og um sambærilega hæfni hefði verið að ræða, hefði fötluð manneskja að sjálfsögðu verið ráðin. Stígamót hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að ná til þeirra sem ekki vita um þjónustu okkar og fræða almenning, fagfólk og fólk með skerðingar um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis og hvað sé til ráða. Eftir að hafa skoðað hvernig kraftar sérhæfðs starfsmanns nýttust í starfinu á Stígamótum, töldum við betra að láta reyna á samstarf við samtök fatlaðs fólks við vitundarvakninguna. Þess vegna var sex stórum samtökum fatlaðs fólks boðið til samráðs um verkefnið. Samtökin kunna mikið um hvers konar fatlanir og við ýmislegt um ofbeldi. Hugmynd okkar var að í sameiningu gætum við lyft grettistaki og var því vel tekið. Á fyrsta fundi stungum við upp á að við myndum gefa út átta síðna aukablað með Fréttablaðinu um ofbeldi gegn fötluðu fólki til að vekja almenning til vitundar um vandann. Blaðið yrði greitt fyrir fjármagn Stígamóta til málaflokksins og dreift í 85.000 eintökum. Verkefnin eru endalaus. Þau krefjast samvinnu og trausts milli samstarfsaðila sem nauðsynlegt er að efla. Samráðið hefur ekki verið slegið af og við viljum glöð vinna með öllum þeim sem vilja vinna með okkur að tryggari tilveru fatlaðs sem ófatlaðs fólks. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 23. nóvember sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fyrrverandi starfskonu Stígamóta og formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Þau virðast álíta að sérhæfð þjónusta fyrir fatlað fólk hafi verið einstök á meðan starfskonan fyrrverandi gegndi starfinu, en að hún sé lítil sem engin núna. Enn fremur er látið að því liggja að hjá okkur starfi jafnvel of margt fólk, að við höfum hafnað hæfasta starfskraftinum sem sótti um starf hjá okkur og að rétt sé að við skilum því fjármagni sem okkur hefur verið veitt til þess að sinna fötluðu fólki. Í greininni er dregin upp skekkt mynd af þjónustu Stígamóta og því nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Höfundar greinarinnar gefa til kynna að starfsfólk Stígamóta sé jafnvel of margt og bera það saman við lítinn fjölda starfsmanna í Barnahúsi og hjá lögreglu. Því skal á það bent að á síðasta ári þjónustuðu Stígamót 654 einstaklinga í 2.249 viðtölum. Biðlistar voru langir og að auki fór fram umfangsmikil fræðslustarfsemi. Draumur okkar er að sjálfsögðu að allir þeir aðilar sem vinna gegn kynferðisofbeldi hafi til þess nauðsynlegt fjármagn og mannafla.Þjónustan óbreytt Á Stígamótum hefur frá upphafi verið veitt þjónusta án aðgreiningar og því hafa jafnt konur sem karlar, fatlaðir sem ófatlaðir, erlendir jafnt sem íslenskir einstaklingar getað leitað til okkar. Á árinu 2016 leituðu 338 einstaklingar til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 109 sem sögðust hafa einhverja af eftirtöldum skerðingum: þroskahömlun, hreyfihömlun, blindu, sjónskerðingu, geðsjúkdóm, einhverfu, heyrnarskerðingu og/eða aðra skerðingu. Þetta er um þriðjungur af okkar fólki, svo ekki verður sagt að fatlað fólk nýti ekki þjónustuna. Það er athyglisvert þegar tölfræðin er skoðuð að aðeins sautján úr þessum hópi voru í ráðgjöf hjá starfskonunni fyrrverandi en megnið af hópnum var í viðtölum hjá öðrum ráðgjöfum. Fræðsluhlutverk hennar við fatlað fólk á sama ári fólst í fimm fyrirlestrum um fatlanir og ofbeldi. Sambærilegum hlutverkum sinnir annað starfsfólk Stígamóta iðulega. Þjónusta við fatlað fólk á Stígamótum er og hefur verið umtalsverð. Til að mynda buðum við erlendum sérfræðingum til Íslands í haust sem héldu vandað dagsnámskeið fyrir áttatíu manns um ofbeldi gegn fötluðu fólki og við eigum mikið af góðu fræðsluefni sem sömu sérfræðingar gáfu okkur leyfi til þess að þýða.Framhald vitundarvakningar Fullyrt er í greininni að við höfum gengið framhjá hæfasta umsækjandanum til þess að sinna þróunarverkefni um málefni fatlaðs fólks. Fullyrðingu greinarhöfunda verður að skoða í því ljósi að þau hafa ekki yfirsýn yfir umsækjendur um stöðuna. Að auki má nefna að það er ekki sjálfsagðara að fötluð manneskja sé sjálfkrafa hæfust, en að álíta að fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi sé sjálfkrafa bestu sérfræðingarnir í að veita öðrum ráðgjöf. Ætla verður að greinarhöfundar vísi hér til fatlaðs umsækjanda sem sótti um starfið og skal því áréttað að ef ráðið hefði verið í starfið og um sambærilega hæfni hefði verið að ræða, hefði fötluð manneskja að sjálfsögðu verið ráðin. Stígamót hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að ná til þeirra sem ekki vita um þjónustu okkar og fræða almenning, fagfólk og fólk með skerðingar um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis og hvað sé til ráða. Eftir að hafa skoðað hvernig kraftar sérhæfðs starfsmanns nýttust í starfinu á Stígamótum, töldum við betra að láta reyna á samstarf við samtök fatlaðs fólks við vitundarvakninguna. Þess vegna var sex stórum samtökum fatlaðs fólks boðið til samráðs um verkefnið. Samtökin kunna mikið um hvers konar fatlanir og við ýmislegt um ofbeldi. Hugmynd okkar var að í sameiningu gætum við lyft grettistaki og var því vel tekið. Á fyrsta fundi stungum við upp á að við myndum gefa út átta síðna aukablað með Fréttablaðinu um ofbeldi gegn fötluðu fólki til að vekja almenning til vitundar um vandann. Blaðið yrði greitt fyrir fjármagn Stígamóta til málaflokksins og dreift í 85.000 eintökum. Verkefnin eru endalaus. Þau krefjast samvinnu og trausts milli samstarfsaðila sem nauðsynlegt er að efla. Samráðið hefur ekki verið slegið af og við viljum glöð vinna með öllum þeim sem vilja vinna með okkur að tryggari tilveru fatlaðs sem ófatlaðs fólks. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar