Takk strákar! Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun