Takk strákar! Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar