Takk strákar! Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að ætla að skrifa þessa grein í nokkra mánuði. Allt frá því að ég fékk hálfgert menningarsjokk á ráðstefnu í Lúxemborg þar sem ég var í panel og ræddar voru leiðir til að auka hlut kvenna í fjármálaheiminum. Ég vissi alltaf að við konur á Íslandi hefðum haft það gott um langt skeið miðað við konur í öðrum löndum. Þó með þeim fyrirvara að við erum auðvitað ekki komin í land og jafnrétti verður á dagskrá enn um stund. En ég hafði sem sagt ætlað mér að beina konum í auða sæti stjórnandans sem bæri ábyrgð á stafrænni þróun fjármálafyrirtækja. Starfið væri óskrifað blað og engin staðalímynd sæti þar. Konur eru enda kaupendur að 80% af vörum og þjónustu til heimilanna og eiga aldeilis að geta sett sig í spor neytenda og þróað „outside in“ lausnir og landað slíkum stjórnunarstöðum. Hvort þetta ráð mitt gagnist einhverri þeirra veit ég ekki. Ég var hins vegar umsvifalaust rifin aftur í tímann þar sem raunveruleika þessara evrópsku kvenna er að finna. Þær voru ekki alveg komnar á þennan stað og þurftu önnur ráð. Því þær fresta barneignum – enda lýkur frama konu þegar hún eignast barn með manni sínum. Konum er borgað fyrir að vera heima að sinna börnum. Dagvist kostar augun úr. Þær mega ekki tala um jöfn laun kynja innan vinnustaðarins því þá er gert grín að þeim. Femínisti er hrópað – sem er það versta sem heyrist. Þær komast ekki í æðstu stjórnunarstöður. Þær eru að bugast af heimilishaldi þótt þær gegni áhrifastöðum og eigi vel viljandi eiginmenn. Þannig er bara menningin. Þetta er svolítið bara þeirra mál. Og svo framvegis. Út af svolitlu. Það rauk úr hausnum á mér á heimleiðinni. Hvers vegna í fjáranum er Ísland komið svona langt á undan öðrum Evrópulöndum? Niðurstaða mín var sú að sama hversu hörð kvenréttindabaráttan getur orðið – þá gerist lítið án þess að strákarnir taki þátt. Og ekki misskilja mig – ég ber ómælda virðingu fyrir kvenréttindakonum og lít sannarlega á mig sem slíka. Barátta er gott hreyfiafl – en einhliða átök ekki. Samskipti og samstarf eru lykillinn að góðri baráttu. Og í henni hafa íslensku strákarnir tekið þátt. Takk fyrir það strákar. Höfundur er hdl. og meðeigandi Strategíu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar