Straumar og stefnur í stafrænni markaðssetningu 2018 Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Nú er árið senn á enda og helstu sérfræðingar heims keppast við að spá fyrir um helstu strauma og stefnur fyrir árið 2018, hvort sem það er í tækni, markaðssetningu, hönnun eða öðru. Þróunin í stafrænni markaðssetningu er mjög hröð og eru margir straumar í gangi. Þeir eru mislangt komnir, sumir eru búnir að ná að festa sig í sessi og aðrir eru að taka sín fyrstu skref. Hér verður fjallað um nokkra strauma í stafrænni markaðssetningu sem eru hvað áhugaverðastir þegar við lítum til ársins 2018. Taka skal fram að þetta er aðeins brot af þeim straumum sem eru í gangi.Áhrifavaldar Markaðssetning með áhrifavöldum mun halda áfram að vera áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Þá sérstaklega hinir svokölluðu staðbundnu áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencers). Þeir eru líklegri til að leggja meira á sig en stjörnurnar. Athyglisvert er að 71% neytenda er líklegra til að kaupa vöru ef hún hefur fengið jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum.Myndbönd og beinar útsendingar Myndbönd af öllum gerðum verður líklega einn af heitustu straumunum árið 2018. Við erum að tala um flott, stutt og textuð myndbönd sem eru sérstaklega hönnuð fyrir samfélagsmiðla. Auk beinna útsendinga á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Notendur eru líklegri til að deila myndbandi, líka við það og skrifa athugasemdir en við annað efni. Rannsóknir sýna að 52% markaðsstjóra telja markaðssetningu með myndböndum skila betri árangri en önnur markaðssetning.Instagram sögur Þó svo að Snapchat hafi rutt brautina fyrir tímabundið efni, þ.e. færslur sem hverfa eftir ákveðinn tíma þá eru Instagram og Facebook að taka þetta yfir. Instagram sögur hafa verið vinsælar undafarið og eiga bara eftir að vaxa árið 2018.Z kynslóðin Undanfarið hefur aðaláherslan í markaðssetningu beinst að aldamótakynslóðinni en nú munu fyrirtæki í auknum mæli snúa sér að Z kynslóðinni. Sú kynslóð hefur alist upp við internetið og notkun samfélagsmiðla. Árið 2018 verða elstu einstaklingarnir úr Z kynslóðinni orðnir 22 ára og stutt í að þeir komi á vinnumarkaðinn. Þarna er um framtíðarviðskiptavini að ræða og verða fyrirtæki að vera á tánum við að fylgja þeim eftir.Spjallbotti Spjallbotti er forrit sem er hannað til þess að eiga samtal við fólk, oftast á netinu. Spjallbottar byggja á mis flókinni gervigreind. Facebook er með 11.000 spjallbotta tengda Messenger í notkun. Utanaðkomandi fyrirtæki geta einnig þróað spjallbotta og tengt þá við Facebook Messenger.Facebook Spaces Facebook hefur verið að þróa verkefni sem kallað er Spaces og hefur það að markmiði að tengja saman vini í gegnum sýndarveruleika. Facebook vinnur verkefnið í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt, Oculus, sem sérhæfir sig í sýndarveruleika. Ljóst er að samfélagsmiðlarisinn ætlar sér stóra hluti með þetta. Hvort þetta verði orðin almenn markaðsvara árið 2018 er samt ekki víst. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú er árið senn á enda og helstu sérfræðingar heims keppast við að spá fyrir um helstu strauma og stefnur fyrir árið 2018, hvort sem það er í tækni, markaðssetningu, hönnun eða öðru. Þróunin í stafrænni markaðssetningu er mjög hröð og eru margir straumar í gangi. Þeir eru mislangt komnir, sumir eru búnir að ná að festa sig í sessi og aðrir eru að taka sín fyrstu skref. Hér verður fjallað um nokkra strauma í stafrænni markaðssetningu sem eru hvað áhugaverðastir þegar við lítum til ársins 2018. Taka skal fram að þetta er aðeins brot af þeim straumum sem eru í gangi.Áhrifavaldar Markaðssetning með áhrifavöldum mun halda áfram að vera áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Þá sérstaklega hinir svokölluðu staðbundnu áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencers). Þeir eru líklegri til að leggja meira á sig en stjörnurnar. Athyglisvert er að 71% neytenda er líklegra til að kaupa vöru ef hún hefur fengið jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum.Myndbönd og beinar útsendingar Myndbönd af öllum gerðum verður líklega einn af heitustu straumunum árið 2018. Við erum að tala um flott, stutt og textuð myndbönd sem eru sérstaklega hönnuð fyrir samfélagsmiðla. Auk beinna útsendinga á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Notendur eru líklegri til að deila myndbandi, líka við það og skrifa athugasemdir en við annað efni. Rannsóknir sýna að 52% markaðsstjóra telja markaðssetningu með myndböndum skila betri árangri en önnur markaðssetning.Instagram sögur Þó svo að Snapchat hafi rutt brautina fyrir tímabundið efni, þ.e. færslur sem hverfa eftir ákveðinn tíma þá eru Instagram og Facebook að taka þetta yfir. Instagram sögur hafa verið vinsælar undafarið og eiga bara eftir að vaxa árið 2018.Z kynslóðin Undanfarið hefur aðaláherslan í markaðssetningu beinst að aldamótakynslóðinni en nú munu fyrirtæki í auknum mæli snúa sér að Z kynslóðinni. Sú kynslóð hefur alist upp við internetið og notkun samfélagsmiðla. Árið 2018 verða elstu einstaklingarnir úr Z kynslóðinni orðnir 22 ára og stutt í að þeir komi á vinnumarkaðinn. Þarna er um framtíðarviðskiptavini að ræða og verða fyrirtæki að vera á tánum við að fylgja þeim eftir.Spjallbotti Spjallbotti er forrit sem er hannað til þess að eiga samtal við fólk, oftast á netinu. Spjallbottar byggja á mis flókinni gervigreind. Facebook er með 11.000 spjallbotta tengda Messenger í notkun. Utanaðkomandi fyrirtæki geta einnig þróað spjallbotta og tengt þá við Facebook Messenger.Facebook Spaces Facebook hefur verið að þróa verkefni sem kallað er Spaces og hefur það að markmiði að tengja saman vini í gegnum sýndarveruleika. Facebook vinnur verkefnið í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt, Oculus, sem sérhæfir sig í sýndarveruleika. Ljóst er að samfélagsmiðlarisinn ætlar sér stóra hluti með þetta. Hvort þetta verði orðin almenn markaðsvara árið 2018 er samt ekki víst. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun