Straumar og stefnur í stafrænni markaðssetningu 2018 Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Nú er árið senn á enda og helstu sérfræðingar heims keppast við að spá fyrir um helstu strauma og stefnur fyrir árið 2018, hvort sem það er í tækni, markaðssetningu, hönnun eða öðru. Þróunin í stafrænni markaðssetningu er mjög hröð og eru margir straumar í gangi. Þeir eru mislangt komnir, sumir eru búnir að ná að festa sig í sessi og aðrir eru að taka sín fyrstu skref. Hér verður fjallað um nokkra strauma í stafrænni markaðssetningu sem eru hvað áhugaverðastir þegar við lítum til ársins 2018. Taka skal fram að þetta er aðeins brot af þeim straumum sem eru í gangi.Áhrifavaldar Markaðssetning með áhrifavöldum mun halda áfram að vera áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Þá sérstaklega hinir svokölluðu staðbundnu áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencers). Þeir eru líklegri til að leggja meira á sig en stjörnurnar. Athyglisvert er að 71% neytenda er líklegra til að kaupa vöru ef hún hefur fengið jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum.Myndbönd og beinar útsendingar Myndbönd af öllum gerðum verður líklega einn af heitustu straumunum árið 2018. Við erum að tala um flott, stutt og textuð myndbönd sem eru sérstaklega hönnuð fyrir samfélagsmiðla. Auk beinna útsendinga á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Notendur eru líklegri til að deila myndbandi, líka við það og skrifa athugasemdir en við annað efni. Rannsóknir sýna að 52% markaðsstjóra telja markaðssetningu með myndböndum skila betri árangri en önnur markaðssetning.Instagram sögur Þó svo að Snapchat hafi rutt brautina fyrir tímabundið efni, þ.e. færslur sem hverfa eftir ákveðinn tíma þá eru Instagram og Facebook að taka þetta yfir. Instagram sögur hafa verið vinsælar undafarið og eiga bara eftir að vaxa árið 2018.Z kynslóðin Undanfarið hefur aðaláherslan í markaðssetningu beinst að aldamótakynslóðinni en nú munu fyrirtæki í auknum mæli snúa sér að Z kynslóðinni. Sú kynslóð hefur alist upp við internetið og notkun samfélagsmiðla. Árið 2018 verða elstu einstaklingarnir úr Z kynslóðinni orðnir 22 ára og stutt í að þeir komi á vinnumarkaðinn. Þarna er um framtíðarviðskiptavini að ræða og verða fyrirtæki að vera á tánum við að fylgja þeim eftir.Spjallbotti Spjallbotti er forrit sem er hannað til þess að eiga samtal við fólk, oftast á netinu. Spjallbottar byggja á mis flókinni gervigreind. Facebook er með 11.000 spjallbotta tengda Messenger í notkun. Utanaðkomandi fyrirtæki geta einnig þróað spjallbotta og tengt þá við Facebook Messenger.Facebook Spaces Facebook hefur verið að þróa verkefni sem kallað er Spaces og hefur það að markmiði að tengja saman vini í gegnum sýndarveruleika. Facebook vinnur verkefnið í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt, Oculus, sem sérhæfir sig í sýndarveruleika. Ljóst er að samfélagsmiðlarisinn ætlar sér stóra hluti með þetta. Hvort þetta verði orðin almenn markaðsvara árið 2018 er samt ekki víst. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er árið senn á enda og helstu sérfræðingar heims keppast við að spá fyrir um helstu strauma og stefnur fyrir árið 2018, hvort sem það er í tækni, markaðssetningu, hönnun eða öðru. Þróunin í stafrænni markaðssetningu er mjög hröð og eru margir straumar í gangi. Þeir eru mislangt komnir, sumir eru búnir að ná að festa sig í sessi og aðrir eru að taka sín fyrstu skref. Hér verður fjallað um nokkra strauma í stafrænni markaðssetningu sem eru hvað áhugaverðastir þegar við lítum til ársins 2018. Taka skal fram að þetta er aðeins brot af þeim straumum sem eru í gangi.Áhrifavaldar Markaðssetning með áhrifavöldum mun halda áfram að vera áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Þá sérstaklega hinir svokölluðu staðbundnu áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencers). Þeir eru líklegri til að leggja meira á sig en stjörnurnar. Athyglisvert er að 71% neytenda er líklegra til að kaupa vöru ef hún hefur fengið jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum.Myndbönd og beinar útsendingar Myndbönd af öllum gerðum verður líklega einn af heitustu straumunum árið 2018. Við erum að tala um flott, stutt og textuð myndbönd sem eru sérstaklega hönnuð fyrir samfélagsmiðla. Auk beinna útsendinga á miðlum eins og Facebook, Instagram og Twitter. Notendur eru líklegri til að deila myndbandi, líka við það og skrifa athugasemdir en við annað efni. Rannsóknir sýna að 52% markaðsstjóra telja markaðssetningu með myndböndum skila betri árangri en önnur markaðssetning.Instagram sögur Þó svo að Snapchat hafi rutt brautina fyrir tímabundið efni, þ.e. færslur sem hverfa eftir ákveðinn tíma þá eru Instagram og Facebook að taka þetta yfir. Instagram sögur hafa verið vinsælar undafarið og eiga bara eftir að vaxa árið 2018.Z kynslóðin Undanfarið hefur aðaláherslan í markaðssetningu beinst að aldamótakynslóðinni en nú munu fyrirtæki í auknum mæli snúa sér að Z kynslóðinni. Sú kynslóð hefur alist upp við internetið og notkun samfélagsmiðla. Árið 2018 verða elstu einstaklingarnir úr Z kynslóðinni orðnir 22 ára og stutt í að þeir komi á vinnumarkaðinn. Þarna er um framtíðarviðskiptavini að ræða og verða fyrirtæki að vera á tánum við að fylgja þeim eftir.Spjallbotti Spjallbotti er forrit sem er hannað til þess að eiga samtal við fólk, oftast á netinu. Spjallbottar byggja á mis flókinni gervigreind. Facebook er með 11.000 spjallbotta tengda Messenger í notkun. Utanaðkomandi fyrirtæki geta einnig þróað spjallbotta og tengt þá við Facebook Messenger.Facebook Spaces Facebook hefur verið að þróa verkefni sem kallað er Spaces og hefur það að markmiði að tengja saman vini í gegnum sýndarveruleika. Facebook vinnur verkefnið í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt, Oculus, sem sérhæfir sig í sýndarveruleika. Ljóst er að samfélagsmiðlarisinn ætlar sér stóra hluti með þetta. Hvort þetta verði orðin almenn markaðsvara árið 2018 er samt ekki víst. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar