Jesús, jólin og skólinn Dögg Harðardóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar