Jesús, jólin og skólinn Dögg Harðardóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun