Dumbungsleg staða í öldrunarmálum á Akureyri Gunnar Kr. Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Í viðtali í Fréttablaðinu 24. október sl. viðhafði Halldór S. Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, þau ummæli að ekki væri skortur á dvalarrýmum á Akureyri og „í raun gæti verið að það séu of mörg hjúkrunarrými“. Þessi orð urðu mér sem og fjölmörgum öðrum umhugsunarefni. Það virðist því vera yfirlýst stefna Akureyrarbæjar að halda þjónustu og framþróun við málaflokk eldri borgara botnfrosinni eins og hún hefur verið um langt skeið. Þessi ummæli eru eins og blaut tuska í andlit aldraðra og aðstandenda þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda, og mannlegri reisn gefið hornauga. Forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar virðist vera einn á báti með þessa skoðun sína á ástandi dvalarheimilismála á Akureyri. Ekki virðist starfsfólk sem vinnur í þessu kerfi eða aðrir sem eiga hagsmuna að gæta geta hugsað sér að taka undir þessa skoðun forstöðumannsins, þvert á móti. Það verður að segjast eins og er að þessi yfirlýsing gengur algjörlega á svig við mannlegar þarfir þeirra sem honum ber að þjóna, öldruðu fólki sem litla björg sér getur veitt og er beinlínis nauðbeygt til að einangrast inni á sínum heimilum vegna ýmissa krankleika sem gera þeim miserfitt fyrir um að sinna sínum daglegu þörfum og er orðið fangar ellinnar, vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum. Eins og umgjörð um öldrunarmál virðist byggð upp hér á Akureyri treystir kerfið á að aðstandendur sinni sínu fólki, það hefur vísanir áratugi aftur í tímann þar sem yngri kynslóðirnar hjúkruðu þeim eldri, konan sá um heimilið og kallinn að fóðra og fita skepnurnar þannig að eitthvað væri til að éta.Að bugast undan álagi Lausnarorð kerfisins er heimahjúkrun, þar sem útkeyrðir einstaklingar hendast milli íbúða skjólstæðinga sinna, að bugast undan álagi með takmarkaðan tíma á hverjum stað. Það má leiða líkur að því að þær aðstæður sem hafa skapast í öldrunarmálum á Akureyri séu vegna skoðunar forstöðumannsins á því að öll öldrunarheimili verði orðin tóm á árunum 2040-2050 (úr hádegisfréttatíma RÚV 25. okt.) og þess vegna borgi sig ekki að byggja upp og fjölga hjúkrunarrýmum en það er dágóður tími þangað til eða 23-33 ár, hvers eiga eldri borgarar að gjalda þangað til? Líklegasta svarið frá kerfinu er „æi, það borgar sig eiginlega alltaf að gera sem minnst en helst ekki neitt“. Nú erum við ekki í þeirri stöðu til að meta hvort öldrunarheimili verði óþörf á tímabilinu 2040-50, verða sjúkrahúsin kannski óþörf líka, og hestaheilsan orðin landlæg og ellin á braut? Eins og er liggur fjöldi eldri borgara á sjúkrahúsum og teppa sjúkrarými, vegna skorts á hjúkrunarrýmum þar sem þeir geta ekki verið heima vegna heilsubrests. Að byggja hús er ekki flókin aðgerð. Hús eru stöðugt að breyta um hlutverk, refabú verða að geymslum, gömul fjós breytast í gistiheimili, iðnaðarhús breytast í íbúðir eða hótel og þannig mætti lengi telja. Að því sögðu ætti það ekki að vera stór áhætta að byggja og fjölga hjúkrunar- og dvalarrýmum á Akureyri til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín. Að bera það á borð fyrir okkar samfélag að ekki borgi sig að hlúa vel að þeim sem eldri eru og veikburða vegna spár um að þeir einstaklingar verði horfnir úr mannlífsflórunni 2040-2050 eru afar dapurleg fræði og ómanneskjuleg. Okkur sem berum uppi samfélagið í dag ber skilyrðislaus skylda til að sjá þessu fólki fyrir viðunandi aðstöðu, hjúkrun og hjálp, á forsendum einstaklingsins, en ekki excel-skjalsins. Tilfinningar og vellíðan fólks verður aldrei reiknuð út í excel-skjali. Eitt það brýnasta sem okkur varðar sem getum staðið í fæturna er að standa með þeim sem ekki geta staðið í fæturna og barist fyrir sínu, á þann hátt verðum við betri manneskjur. Góðir Akureyringar stöndum saman, stöndum upp fyrir eldri borgurum bæjarins og veitum þeim áhyggjulaust ævikvöld. „Akureyri öll lífsins gæði“ líka fyrir eldri borgara. Með baráttukveðju til allra aldinna höfðingja og aðstandenda þeirra. Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali í Fréttablaðinu 24. október sl. viðhafði Halldór S. Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar, þau ummæli að ekki væri skortur á dvalarrýmum á Akureyri og „í raun gæti verið að það séu of mörg hjúkrunarrými“. Þessi orð urðu mér sem og fjölmörgum öðrum umhugsunarefni. Það virðist því vera yfirlýst stefna Akureyrarbæjar að halda þjónustu og framþróun við málaflokk eldri borgara botnfrosinni eins og hún hefur verið um langt skeið. Þessi ummæli eru eins og blaut tuska í andlit aldraðra og aðstandenda þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda, og mannlegri reisn gefið hornauga. Forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar virðist vera einn á báti með þessa skoðun sína á ástandi dvalarheimilismála á Akureyri. Ekki virðist starfsfólk sem vinnur í þessu kerfi eða aðrir sem eiga hagsmuna að gæta geta hugsað sér að taka undir þessa skoðun forstöðumannsins, þvert á móti. Það verður að segjast eins og er að þessi yfirlýsing gengur algjörlega á svig við mannlegar þarfir þeirra sem honum ber að þjóna, öldruðu fólki sem litla björg sér getur veitt og er beinlínis nauðbeygt til að einangrast inni á sínum heimilum vegna ýmissa krankleika sem gera þeim miserfitt fyrir um að sinna sínum daglegu þörfum og er orðið fangar ellinnar, vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum. Eins og umgjörð um öldrunarmál virðist byggð upp hér á Akureyri treystir kerfið á að aðstandendur sinni sínu fólki, það hefur vísanir áratugi aftur í tímann þar sem yngri kynslóðirnar hjúkruðu þeim eldri, konan sá um heimilið og kallinn að fóðra og fita skepnurnar þannig að eitthvað væri til að éta.Að bugast undan álagi Lausnarorð kerfisins er heimahjúkrun, þar sem útkeyrðir einstaklingar hendast milli íbúða skjólstæðinga sinna, að bugast undan álagi með takmarkaðan tíma á hverjum stað. Það má leiða líkur að því að þær aðstæður sem hafa skapast í öldrunarmálum á Akureyri séu vegna skoðunar forstöðumannsins á því að öll öldrunarheimili verði orðin tóm á árunum 2040-2050 (úr hádegisfréttatíma RÚV 25. okt.) og þess vegna borgi sig ekki að byggja upp og fjölga hjúkrunarrýmum en það er dágóður tími þangað til eða 23-33 ár, hvers eiga eldri borgarar að gjalda þangað til? Líklegasta svarið frá kerfinu er „æi, það borgar sig eiginlega alltaf að gera sem minnst en helst ekki neitt“. Nú erum við ekki í þeirri stöðu til að meta hvort öldrunarheimili verði óþörf á tímabilinu 2040-50, verða sjúkrahúsin kannski óþörf líka, og hestaheilsan orðin landlæg og ellin á braut? Eins og er liggur fjöldi eldri borgara á sjúkrahúsum og teppa sjúkrarými, vegna skorts á hjúkrunarrýmum þar sem þeir geta ekki verið heima vegna heilsubrests. Að byggja hús er ekki flókin aðgerð. Hús eru stöðugt að breyta um hlutverk, refabú verða að geymslum, gömul fjós breytast í gistiheimili, iðnaðarhús breytast í íbúðir eða hótel og þannig mætti lengi telja. Að því sögðu ætti það ekki að vera stór áhætta að byggja og fjölga hjúkrunar- og dvalarrýmum á Akureyri til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín. Að bera það á borð fyrir okkar samfélag að ekki borgi sig að hlúa vel að þeim sem eldri eru og veikburða vegna spár um að þeir einstaklingar verði horfnir úr mannlífsflórunni 2040-2050 eru afar dapurleg fræði og ómanneskjuleg. Okkur sem berum uppi samfélagið í dag ber skilyrðislaus skylda til að sjá þessu fólki fyrir viðunandi aðstöðu, hjúkrun og hjálp, á forsendum einstaklingsins, en ekki excel-skjalsins. Tilfinningar og vellíðan fólks verður aldrei reiknuð út í excel-skjali. Eitt það brýnasta sem okkur varðar sem getum staðið í fæturna er að standa með þeim sem ekki geta staðið í fæturna og barist fyrir sínu, á þann hátt verðum við betri manneskjur. Góðir Akureyringar stöndum saman, stöndum upp fyrir eldri borgurum bæjarins og veitum þeim áhyggjulaust ævikvöld. „Akureyri öll lífsins gæði“ líka fyrir eldri borgara. Með baráttukveðju til allra aldinna höfðingja og aðstandenda þeirra. Höfundur er myndlistarmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar