Stytta nýir vegir ferðatíma? Óli Örn Eiríksson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Undanfarna mánuði hefur verið frjó umræða um nýtt hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, þar sem eitt sjónarmiðið hefur verið að núverandi hugmyndir séu of dýrar og þess í stað ætti að leggja aukið fjármagn í að greiða frekar fyrir för bifreiða til dæmis með fleiri mislægum gatnamótum. Þetta eru eðlilegar spurningar: gæti verið að við værum miklu fljótari í og úr vinnu ef við byggjum „bara“ nokkrar aukaakreinar og mislæg gatnamót við stofnbrautir eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut? Fyrir meira en hálfri öld vakti þýski stærðfræðingurinn Dietrich Braess athygli fyrir rannsóknir sínar á umferðarflæði í Þýskalandi. Braess safnaði gögnum um umferðartíma og fjölda bíla á vegum og skoðaði í kjölfarið áhrif nýrra vegaframkvæmda á þessar stærðir. Þegar hann fór að greina gögnin kom í ljós undarlegt ósamræmi. Þegar nýr vegur var opnaður, sem hefði átt að stytta umferðartíma og bæta umferðarflæði, þá gerðist einmitt hið gagnstæða. Ferðatími jókst og það voru fleiri bílar í umferð. Nýju vegirnir virtust einhvern veginn búa til umferð. Þetta samhengi vegaframkvæmda og ferðatíma (oft kallað þversögn Braess) hefur síðar verið ítrekað staðfest í greiningum á umferð á borgarsvæðum. Ein þekktasta rannsóknin var unnin af hagfræðingunum Matthew Turner og Gilles Duranton og birtist árið 2009. Höfundar skoðuðu þar akstur (fjölda ekinna vegmíla) í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og báru saman borgir sem höfðu fjárfest miklu í vegakerfi sitt við fátækari borgir sem höfðu ekki efni á slíku. Niðurstöður þeirra voru að fylgni á milli nýrra vega og aukins aksturs var næstum 100%. Það þýðir með öðrum orðum að ef borg fjölgaði kílómetrum af vegum um 10% á rannsóknartímabilinu þá jukust eknir kílómetrar á sama tíma um 10%. Akvegir skapa umferð í borgarsamfélögum, þeir draga ekki úr henni. Hagfræðilega skýringin á þessu er að aukið framboð af ódýrum akvegum (í tíma og kostnaði) hvetur fólk til aukins aksturs. Eftirspurn eftir akstri er gríðarlega mikil. Fólk hefur mikinn áhuga á því að fara milli staða; sýna sig og sjá aðra, versla, hreyfa sig og stunda tómstundir. Fjölmörg fyrirtæki vilja koma vörum og þjónustu á áfangastað. Ef það eru ódýrir vegir í boði þá mun eftirspurn finna þá og fylla á annatíma. Fólk þekkir þetta betur sem geymslu-þversögnina. Sama hversu stóra geymslu þú átt, þá er hún alltaf full. Allar tilraunir til þess að ná utan um vandann með því að auka geymslugetuna mistakast þar sem magn mikilvægra dýrgripa eykst alltaf um jafn mikið rúmmál og er skapað. Eina leiðin út úr vandanum er að minnka geymsluplássið, þá er forgangsraðað upp á nýtt og heimilið lifir einhvern veginn af þrátt fyrir að hafa losað sig við kerruskammt af ómissandi hlutum. Þetta vekur þá upp aðra spurningu: getum við minnkað umferð með því að fækka vegum? Það þekkjast nokkur dæmi um neikvæð Braess-áhrif þar sem lokun vega bætir umferðarflæði. Þá verður lokunin til þess að væntur ferðakostnaður hækkar, fólk á von á því að það verði tímafrekara og dýrara að keyra milli staða, og hættir því við að fara einhverjar ferðir á bíl. Umferðin gufar upp. Eitt þekktasta dæmið um neikvæð Braess-áhrif er Times Square á Manhattan. Fyrir árið 2009 mættust þar tvær stórar götur, 90% landrýmis fór undir bíla sem keyrðu hratt og slys voru tíð þar sem fjöldi fólks freistaðist út á götu vegna mannþröngs á gangstéttum. Árið 2009 var tekin ákvörðun um að loka báðum götum við torgið og breyta svæðinu alfarið í torg. Þetta mætti mikilli andstöðu og talið að breytingin myndi valda töfum á umferð og minnkandi veltu í verslunum og veitingastöðum. Sökum þess hversu mikil athygli var á verkefninu þá fóru umfangsmiklar mælingar fram mánuðina fram að lokun og strax í kjölfar lokunarinnar. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: - Ferðahraði til norðurs í gegnum vesturhluta svæðisins jókst um 17% og 8% í austurhlutanum. - Ferðahraði til suðurs í vesturhlutanum lækkaði einungis um 2% en jókst í um 3% í austurhlutanum - Ferðahraði til austurs jókst um 5% og um 9% til vesturs. - Hraði strætisvagna jókst um 13% á sjötta breiðstræti en minnkaði um 2% á því sjöunda. - Umferðaróhöpp hjá bílstjórum og farþegum þeirra fækkaði um 63% - Slysum á gangandi vegfarendum fækkaði um 35% Ári eftir fyrstu lokunina var hún fest í sessi bæði með tilvísun í betra umferðarflæði en ekki síst vegna mikillar fækkunar á alvarlegum slysum. Það er algert lykilatriði í allri umræðu um innviðafjárfestingar að skýrt sé í upphafi að hvaða árangri sé stefnt. Því miður skortir það oft. Það er hins vegar ljóst að ef markmið er að stytta ferðatíma milli úthverfa og miðborgar þá sýna fyrirliggjandi gögn að nýir og stærri vegir skila ekki því markmiði. Þvert á móti þá munu þeir auka umferð og þar með auka ferðatímann.Heimildir: Grein Braess: https://homepage.ruhr-uni-bochum.de/Dietrich.Braess/paradox.pdf Grein Turners og Duranton: https://www.nber.org/papers/w15376 Umferð sem gufar upp: https://h2020-flow.eu/news/news-detail/when-roads-are-closed-where-does-the-traffic-go-it-evaporates-say-studies/ Fewer roads, less congestion: https://www.scientificamerican.com/article/removing-roads-and-traffic-lights/ Samgönguskrifstofa NYC, niðurstöður mælinga við Broadway: https://www.nyc.gov/html/dot/html/pedestrians/broadway.shtml Höfundur er sérfræðingur í atvinnuþróun hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið frjó umræða um nýtt hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, þar sem eitt sjónarmiðið hefur verið að núverandi hugmyndir séu of dýrar og þess í stað ætti að leggja aukið fjármagn í að greiða frekar fyrir för bifreiða til dæmis með fleiri mislægum gatnamótum. Þetta eru eðlilegar spurningar: gæti verið að við værum miklu fljótari í og úr vinnu ef við byggjum „bara“ nokkrar aukaakreinar og mislæg gatnamót við stofnbrautir eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut? Fyrir meira en hálfri öld vakti þýski stærðfræðingurinn Dietrich Braess athygli fyrir rannsóknir sínar á umferðarflæði í Þýskalandi. Braess safnaði gögnum um umferðartíma og fjölda bíla á vegum og skoðaði í kjölfarið áhrif nýrra vegaframkvæmda á þessar stærðir. Þegar hann fór að greina gögnin kom í ljós undarlegt ósamræmi. Þegar nýr vegur var opnaður, sem hefði átt að stytta umferðartíma og bæta umferðarflæði, þá gerðist einmitt hið gagnstæða. Ferðatími jókst og það voru fleiri bílar í umferð. Nýju vegirnir virtust einhvern veginn búa til umferð. Þetta samhengi vegaframkvæmda og ferðatíma (oft kallað þversögn Braess) hefur síðar verið ítrekað staðfest í greiningum á umferð á borgarsvæðum. Ein þekktasta rannsóknin var unnin af hagfræðingunum Matthew Turner og Gilles Duranton og birtist árið 2009. Höfundar skoðuðu þar akstur (fjölda ekinna vegmíla) í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og báru saman borgir sem höfðu fjárfest miklu í vegakerfi sitt við fátækari borgir sem höfðu ekki efni á slíku. Niðurstöður þeirra voru að fylgni á milli nýrra vega og aukins aksturs var næstum 100%. Það þýðir með öðrum orðum að ef borg fjölgaði kílómetrum af vegum um 10% á rannsóknartímabilinu þá jukust eknir kílómetrar á sama tíma um 10%. Akvegir skapa umferð í borgarsamfélögum, þeir draga ekki úr henni. Hagfræðilega skýringin á þessu er að aukið framboð af ódýrum akvegum (í tíma og kostnaði) hvetur fólk til aukins aksturs. Eftirspurn eftir akstri er gríðarlega mikil. Fólk hefur mikinn áhuga á því að fara milli staða; sýna sig og sjá aðra, versla, hreyfa sig og stunda tómstundir. Fjölmörg fyrirtæki vilja koma vörum og þjónustu á áfangastað. Ef það eru ódýrir vegir í boði þá mun eftirspurn finna þá og fylla á annatíma. Fólk þekkir þetta betur sem geymslu-þversögnina. Sama hversu stóra geymslu þú átt, þá er hún alltaf full. Allar tilraunir til þess að ná utan um vandann með því að auka geymslugetuna mistakast þar sem magn mikilvægra dýrgripa eykst alltaf um jafn mikið rúmmál og er skapað. Eina leiðin út úr vandanum er að minnka geymsluplássið, þá er forgangsraðað upp á nýtt og heimilið lifir einhvern veginn af þrátt fyrir að hafa losað sig við kerruskammt af ómissandi hlutum. Þetta vekur þá upp aðra spurningu: getum við minnkað umferð með því að fækka vegum? Það þekkjast nokkur dæmi um neikvæð Braess-áhrif þar sem lokun vega bætir umferðarflæði. Þá verður lokunin til þess að væntur ferðakostnaður hækkar, fólk á von á því að það verði tímafrekara og dýrara að keyra milli staða, og hættir því við að fara einhverjar ferðir á bíl. Umferðin gufar upp. Eitt þekktasta dæmið um neikvæð Braess-áhrif er Times Square á Manhattan. Fyrir árið 2009 mættust þar tvær stórar götur, 90% landrýmis fór undir bíla sem keyrðu hratt og slys voru tíð þar sem fjöldi fólks freistaðist út á götu vegna mannþröngs á gangstéttum. Árið 2009 var tekin ákvörðun um að loka báðum götum við torgið og breyta svæðinu alfarið í torg. Þetta mætti mikilli andstöðu og talið að breytingin myndi valda töfum á umferð og minnkandi veltu í verslunum og veitingastöðum. Sökum þess hversu mikil athygli var á verkefninu þá fóru umfangsmiklar mælingar fram mánuðina fram að lokun og strax í kjölfar lokunarinnar. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: - Ferðahraði til norðurs í gegnum vesturhluta svæðisins jókst um 17% og 8% í austurhlutanum. - Ferðahraði til suðurs í vesturhlutanum lækkaði einungis um 2% en jókst í um 3% í austurhlutanum - Ferðahraði til austurs jókst um 5% og um 9% til vesturs. - Hraði strætisvagna jókst um 13% á sjötta breiðstræti en minnkaði um 2% á því sjöunda. - Umferðaróhöpp hjá bílstjórum og farþegum þeirra fækkaði um 63% - Slysum á gangandi vegfarendum fækkaði um 35% Ári eftir fyrstu lokunina var hún fest í sessi bæði með tilvísun í betra umferðarflæði en ekki síst vegna mikillar fækkunar á alvarlegum slysum. Það er algert lykilatriði í allri umræðu um innviðafjárfestingar að skýrt sé í upphafi að hvaða árangri sé stefnt. Því miður skortir það oft. Það er hins vegar ljóst að ef markmið er að stytta ferðatíma milli úthverfa og miðborgar þá sýna fyrirliggjandi gögn að nýir og stærri vegir skila ekki því markmiði. Þvert á móti þá munu þeir auka umferð og þar með auka ferðatímann.Heimildir: Grein Braess: https://homepage.ruhr-uni-bochum.de/Dietrich.Braess/paradox.pdf Grein Turners og Duranton: https://www.nber.org/papers/w15376 Umferð sem gufar upp: https://h2020-flow.eu/news/news-detail/when-roads-are-closed-where-does-the-traffic-go-it-evaporates-say-studies/ Fewer roads, less congestion: https://www.scientificamerican.com/article/removing-roads-and-traffic-lights/ Samgönguskrifstofa NYC, niðurstöður mælinga við Broadway: https://www.nyc.gov/html/dot/html/pedestrians/broadway.shtml Höfundur er sérfræðingur í atvinnuþróun hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar