Stytta nýir vegir ferðatíma? Óli Örn Eiríksson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Undanfarna mánuði hefur verið frjó umræða um nýtt hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, þar sem eitt sjónarmiðið hefur verið að núverandi hugmyndir séu of dýrar og þess í stað ætti að leggja aukið fjármagn í að greiða frekar fyrir för bifreiða til dæmis með fleiri mislægum gatnamótum. Þetta eru eðlilegar spurningar: gæti verið að við værum miklu fljótari í og úr vinnu ef við byggjum „bara“ nokkrar aukaakreinar og mislæg gatnamót við stofnbrautir eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut? Fyrir meira en hálfri öld vakti þýski stærðfræðingurinn Dietrich Braess athygli fyrir rannsóknir sínar á umferðarflæði í Þýskalandi. Braess safnaði gögnum um umferðartíma og fjölda bíla á vegum og skoðaði í kjölfarið áhrif nýrra vegaframkvæmda á þessar stærðir. Þegar hann fór að greina gögnin kom í ljós undarlegt ósamræmi. Þegar nýr vegur var opnaður, sem hefði átt að stytta umferðartíma og bæta umferðarflæði, þá gerðist einmitt hið gagnstæða. Ferðatími jókst og það voru fleiri bílar í umferð. Nýju vegirnir virtust einhvern veginn búa til umferð. Þetta samhengi vegaframkvæmda og ferðatíma (oft kallað þversögn Braess) hefur síðar verið ítrekað staðfest í greiningum á umferð á borgarsvæðum. Ein þekktasta rannsóknin var unnin af hagfræðingunum Matthew Turner og Gilles Duranton og birtist árið 2009. Höfundar skoðuðu þar akstur (fjölda ekinna vegmíla) í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og báru saman borgir sem höfðu fjárfest miklu í vegakerfi sitt við fátækari borgir sem höfðu ekki efni á slíku. Niðurstöður þeirra voru að fylgni á milli nýrra vega og aukins aksturs var næstum 100%. Það þýðir með öðrum orðum að ef borg fjölgaði kílómetrum af vegum um 10% á rannsóknartímabilinu þá jukust eknir kílómetrar á sama tíma um 10%. Akvegir skapa umferð í borgarsamfélögum, þeir draga ekki úr henni. Hagfræðilega skýringin á þessu er að aukið framboð af ódýrum akvegum (í tíma og kostnaði) hvetur fólk til aukins aksturs. Eftirspurn eftir akstri er gríðarlega mikil. Fólk hefur mikinn áhuga á því að fara milli staða; sýna sig og sjá aðra, versla, hreyfa sig og stunda tómstundir. Fjölmörg fyrirtæki vilja koma vörum og þjónustu á áfangastað. Ef það eru ódýrir vegir í boði þá mun eftirspurn finna þá og fylla á annatíma. Fólk þekkir þetta betur sem geymslu-þversögnina. Sama hversu stóra geymslu þú átt, þá er hún alltaf full. Allar tilraunir til þess að ná utan um vandann með því að auka geymslugetuna mistakast þar sem magn mikilvægra dýrgripa eykst alltaf um jafn mikið rúmmál og er skapað. Eina leiðin út úr vandanum er að minnka geymsluplássið, þá er forgangsraðað upp á nýtt og heimilið lifir einhvern veginn af þrátt fyrir að hafa losað sig við kerruskammt af ómissandi hlutum. Þetta vekur þá upp aðra spurningu: getum við minnkað umferð með því að fækka vegum? Það þekkjast nokkur dæmi um neikvæð Braess-áhrif þar sem lokun vega bætir umferðarflæði. Þá verður lokunin til þess að væntur ferðakostnaður hækkar, fólk á von á því að það verði tímafrekara og dýrara að keyra milli staða, og hættir því við að fara einhverjar ferðir á bíl. Umferðin gufar upp. Eitt þekktasta dæmið um neikvæð Braess-áhrif er Times Square á Manhattan. Fyrir árið 2009 mættust þar tvær stórar götur, 90% landrýmis fór undir bíla sem keyrðu hratt og slys voru tíð þar sem fjöldi fólks freistaðist út á götu vegna mannþröngs á gangstéttum. Árið 2009 var tekin ákvörðun um að loka báðum götum við torgið og breyta svæðinu alfarið í torg. Þetta mætti mikilli andstöðu og talið að breytingin myndi valda töfum á umferð og minnkandi veltu í verslunum og veitingastöðum. Sökum þess hversu mikil athygli var á verkefninu þá fóru umfangsmiklar mælingar fram mánuðina fram að lokun og strax í kjölfar lokunarinnar. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: - Ferðahraði til norðurs í gegnum vesturhluta svæðisins jókst um 17% og 8% í austurhlutanum. - Ferðahraði til suðurs í vesturhlutanum lækkaði einungis um 2% en jókst í um 3% í austurhlutanum - Ferðahraði til austurs jókst um 5% og um 9% til vesturs. - Hraði strætisvagna jókst um 13% á sjötta breiðstræti en minnkaði um 2% á því sjöunda. - Umferðaróhöpp hjá bílstjórum og farþegum þeirra fækkaði um 63% - Slysum á gangandi vegfarendum fækkaði um 35% Ári eftir fyrstu lokunina var hún fest í sessi bæði með tilvísun í betra umferðarflæði en ekki síst vegna mikillar fækkunar á alvarlegum slysum. Það er algert lykilatriði í allri umræðu um innviðafjárfestingar að skýrt sé í upphafi að hvaða árangri sé stefnt. Því miður skortir það oft. Það er hins vegar ljóst að ef markmið er að stytta ferðatíma milli úthverfa og miðborgar þá sýna fyrirliggjandi gögn að nýir og stærri vegir skila ekki því markmiði. Þvert á móti þá munu þeir auka umferð og þar með auka ferðatímann.Heimildir: Grein Braess: https://homepage.ruhr-uni-bochum.de/Dietrich.Braess/paradox.pdf Grein Turners og Duranton: https://www.nber.org/papers/w15376 Umferð sem gufar upp: https://h2020-flow.eu/news/news-detail/when-roads-are-closed-where-does-the-traffic-go-it-evaporates-say-studies/ Fewer roads, less congestion: https://www.scientificamerican.com/article/removing-roads-and-traffic-lights/ Samgönguskrifstofa NYC, niðurstöður mælinga við Broadway: https://www.nyc.gov/html/dot/html/pedestrians/broadway.shtml Höfundur er sérfræðingur í atvinnuþróun hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið frjó umræða um nýtt hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, þar sem eitt sjónarmiðið hefur verið að núverandi hugmyndir séu of dýrar og þess í stað ætti að leggja aukið fjármagn í að greiða frekar fyrir för bifreiða til dæmis með fleiri mislægum gatnamótum. Þetta eru eðlilegar spurningar: gæti verið að við værum miklu fljótari í og úr vinnu ef við byggjum „bara“ nokkrar aukaakreinar og mislæg gatnamót við stofnbrautir eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut? Fyrir meira en hálfri öld vakti þýski stærðfræðingurinn Dietrich Braess athygli fyrir rannsóknir sínar á umferðarflæði í Þýskalandi. Braess safnaði gögnum um umferðartíma og fjölda bíla á vegum og skoðaði í kjölfarið áhrif nýrra vegaframkvæmda á þessar stærðir. Þegar hann fór að greina gögnin kom í ljós undarlegt ósamræmi. Þegar nýr vegur var opnaður, sem hefði átt að stytta umferðartíma og bæta umferðarflæði, þá gerðist einmitt hið gagnstæða. Ferðatími jókst og það voru fleiri bílar í umferð. Nýju vegirnir virtust einhvern veginn búa til umferð. Þetta samhengi vegaframkvæmda og ferðatíma (oft kallað þversögn Braess) hefur síðar verið ítrekað staðfest í greiningum á umferð á borgarsvæðum. Ein þekktasta rannsóknin var unnin af hagfræðingunum Matthew Turner og Gilles Duranton og birtist árið 2009. Höfundar skoðuðu þar akstur (fjölda ekinna vegmíla) í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og báru saman borgir sem höfðu fjárfest miklu í vegakerfi sitt við fátækari borgir sem höfðu ekki efni á slíku. Niðurstöður þeirra voru að fylgni á milli nýrra vega og aukins aksturs var næstum 100%. Það þýðir með öðrum orðum að ef borg fjölgaði kílómetrum af vegum um 10% á rannsóknartímabilinu þá jukust eknir kílómetrar á sama tíma um 10%. Akvegir skapa umferð í borgarsamfélögum, þeir draga ekki úr henni. Hagfræðilega skýringin á þessu er að aukið framboð af ódýrum akvegum (í tíma og kostnaði) hvetur fólk til aukins aksturs. Eftirspurn eftir akstri er gríðarlega mikil. Fólk hefur mikinn áhuga á því að fara milli staða; sýna sig og sjá aðra, versla, hreyfa sig og stunda tómstundir. Fjölmörg fyrirtæki vilja koma vörum og þjónustu á áfangastað. Ef það eru ódýrir vegir í boði þá mun eftirspurn finna þá og fylla á annatíma. Fólk þekkir þetta betur sem geymslu-þversögnina. Sama hversu stóra geymslu þú átt, þá er hún alltaf full. Allar tilraunir til þess að ná utan um vandann með því að auka geymslugetuna mistakast þar sem magn mikilvægra dýrgripa eykst alltaf um jafn mikið rúmmál og er skapað. Eina leiðin út úr vandanum er að minnka geymsluplássið, þá er forgangsraðað upp á nýtt og heimilið lifir einhvern veginn af þrátt fyrir að hafa losað sig við kerruskammt af ómissandi hlutum. Þetta vekur þá upp aðra spurningu: getum við minnkað umferð með því að fækka vegum? Það þekkjast nokkur dæmi um neikvæð Braess-áhrif þar sem lokun vega bætir umferðarflæði. Þá verður lokunin til þess að væntur ferðakostnaður hækkar, fólk á von á því að það verði tímafrekara og dýrara að keyra milli staða, og hættir því við að fara einhverjar ferðir á bíl. Umferðin gufar upp. Eitt þekktasta dæmið um neikvæð Braess-áhrif er Times Square á Manhattan. Fyrir árið 2009 mættust þar tvær stórar götur, 90% landrýmis fór undir bíla sem keyrðu hratt og slys voru tíð þar sem fjöldi fólks freistaðist út á götu vegna mannþröngs á gangstéttum. Árið 2009 var tekin ákvörðun um að loka báðum götum við torgið og breyta svæðinu alfarið í torg. Þetta mætti mikilli andstöðu og talið að breytingin myndi valda töfum á umferð og minnkandi veltu í verslunum og veitingastöðum. Sökum þess hversu mikil athygli var á verkefninu þá fóru umfangsmiklar mælingar fram mánuðina fram að lokun og strax í kjölfar lokunarinnar. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi: - Ferðahraði til norðurs í gegnum vesturhluta svæðisins jókst um 17% og 8% í austurhlutanum. - Ferðahraði til suðurs í vesturhlutanum lækkaði einungis um 2% en jókst í um 3% í austurhlutanum - Ferðahraði til austurs jókst um 5% og um 9% til vesturs. - Hraði strætisvagna jókst um 13% á sjötta breiðstræti en minnkaði um 2% á því sjöunda. - Umferðaróhöpp hjá bílstjórum og farþegum þeirra fækkaði um 63% - Slysum á gangandi vegfarendum fækkaði um 35% Ári eftir fyrstu lokunina var hún fest í sessi bæði með tilvísun í betra umferðarflæði en ekki síst vegna mikillar fækkunar á alvarlegum slysum. Það er algert lykilatriði í allri umræðu um innviðafjárfestingar að skýrt sé í upphafi að hvaða árangri sé stefnt. Því miður skortir það oft. Það er hins vegar ljóst að ef markmið er að stytta ferðatíma milli úthverfa og miðborgar þá sýna fyrirliggjandi gögn að nýir og stærri vegir skila ekki því markmiði. Þvert á móti þá munu þeir auka umferð og þar með auka ferðatímann.Heimildir: Grein Braess: https://homepage.ruhr-uni-bochum.de/Dietrich.Braess/paradox.pdf Grein Turners og Duranton: https://www.nber.org/papers/w15376 Umferð sem gufar upp: https://h2020-flow.eu/news/news-detail/when-roads-are-closed-where-does-the-traffic-go-it-evaporates-say-studies/ Fewer roads, less congestion: https://www.scientificamerican.com/article/removing-roads-and-traffic-lights/ Samgönguskrifstofa NYC, niðurstöður mælinga við Broadway: https://www.nyc.gov/html/dot/html/pedestrians/broadway.shtml Höfundur er sérfræðingur í atvinnuþróun hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar