Opið bréf til samgönguráðherra Ásgeir Magnússon skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar