Opið bréf til samgönguráðherra Ásgeir Magnússon skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.