Opið bréf til samgönguráðherra Ásgeir Magnússon skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grein þessi er reyndar líka til samgönguráðs, Vegagerðarinnar og allra þingmanna sem í nýliðnum kosningum lofuðu að leggja áherslu á uppbyggingu innviða og þar með samgöngumál. Fyrir skemmstu varð enn einu sinni stórslys við brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi og segja má að lukkan ein hafi ráðið því að þarna varð ekki banaslys. Tveir fólksbílar með erlendum ferðamönnum lentu saman rétt vestan brúarinnar með þeim afleiðingum að báðir bílarnir lentu stórskemmdir utan vegar og að beita þurfti klippum til að ná slösuðu fólki úr bílflökunum. Þrír farþegar voru fluttir með sjúkrabílum af slysstað og einn með þyrlu. Slysið sem þarna varð er rannsakað af lögreglunni sem slys við einbreiða brú. Kannski er erfitt að segja nákvæmlega hvað olli þessu slysi og e.t.v. ráða þarna margir samverkandi þættir, en sá eini þeirra sem við getum ráðið við eru aðstæður á þjóðveginum. Þarna er blindhæð og beygja á veginum rétt áður en komið er að einbreiðri brúnni og miklar þrengingar vegarins að brúarsporðinum. Erfiðara er að ráða við aðra þætti sem gætu haft áhrif, svo sem færð og veður og hæfni ökumanna sem e.t.v. hafa sjaldan eða aldrei ekið um svona mjóa vegi og aldrei áður séð einbreiða brú á aðalþjóðvegi. Því miður endar þarna enn einu sinni heimsókn erlendra ferðamanna sem við núorðið byggjum að verulegu leyti afkomu okkar á, með sjúkraflutningum og sjúkrahúsvist okkar gesta. Þessu verður að linna. Öruggt má telja að umferðin um þessa einbreiðu brú sé margföld á við flestar eða allar aðrar slíkar brýr í landinu og því verður brúin á Jökulsá á Sólheimasandi að hafa algeran forgang í því verkefni að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi 1. Þegar umferðarþunginn er hvað mestur fara um brúna hátt í 4.000 bílar á dag og það segir sig sjálft að þetta mannvirki þolir ekki slíka umferð. Þetta er líka fyrsta einbreiða brúin sem ferðamenn koma að á ferð sinni um landið og margir átta sig ekki á því hvernig beri að fara um slíkt mannvirki. Kæru þingmenn, ráðherrar og stjórnendur samgöngumála í landinu, látum það verkefni að tvöfalda þessa brú ekki bíða eftir næsta banaslysi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar