Stórt og mikilvægt verkefni Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 09:00 Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar