Stórt og mikilvægt verkefni Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 09:00 Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun