Stórt og mikilvægt verkefni Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 09:00 Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar