Stórt og mikilvægt verkefni Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 09:00 Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“ Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu. Við sem sinnum símenntun og framhaldsfræðslu á Íslandi höfum ríku hlutverki að gegna. Við störfum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að framhaldsfræðslu og símenntun, á grunni laga um framhaldsfræðslu frá 2010 og samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í þessu felst sú skylda okkar að þjónusta þann hóp sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun með námskeiðahaldi af ýmsum toga, náms- og starfsráðgjöf og einnig framkvæmum við raunfærnimat. Verkefni okkar eru umfangsmikil og mikilvægur þáttur í menntun landsmanna og þau eru mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Ellefu símenntunarmiðstöðvar eru í landinu, í öllum landsfjórðungum, og auk þess fjöldi námsvera sem auðveldar fólki í hinum dreifðu byggðum að sækja sér þá þekkingu sem hugurinn stendur til, án þess að það þurfi að flytja á brott úr sinni heimabyggð. Fjarnám hefur breytt búsetuskilyrðum fólks og á komandi árum munum við án nokkurs vafa sjá frekari skref tekin í þeim efnum. Kvasir – samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi voru stofnuð árið 2000 og mynda þéttriðið net hringinn í kringum landið. Eftirtaldar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar eiga aðild að Kvasi: Austurbrú, Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Framvegis – miðstöð símenntunar, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir – símenntun, SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefni símenntunar- og fræðslumiðstöðvanna eru af ýmsum toga. Til dæmis einstaklingsnámskeið, samstarf við atvinnulífið um símenntun starfsmanna og fullorðinsfræðsla fatlaðra. Við veitum fólki ráðgjöf um leiðir til frekari menntunar og viljum vinna að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis sé metin að verðleikum. Þannig er það okkar hlutverk að taka þátt í að hækka menntunarstig landsmanna. Okkar verkefni innan Kvasis er að ná augum og eyrum allra landsmanna og bjóða upp á og hvetja til símenntunar og framhaldsmenntunar. Sem fyrr er afar mikilvægt að hlúa að menntun í landinu því aukin sérhæfing á öllum sviðum kallar á aukna þekkingu og endurmenntun. Hlutverk okkar á símenntunar- og fræðslumiðstöðvunum í þeim efnum er stórt og við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar.Höfundur er formaður Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarstöðva
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun