Aldamótakynslóðin vill fá tækifærin í hendurnar Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 22. nóvember 2017 10:00 Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar