Aldamótakynslóðin vill fá tækifærin í hendurnar Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 22. nóvember 2017 10:00 Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar