Áhrifavaldar er ekki tískuorð Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar