Biðstofa dauðans! Guðrún Matthíasdóttir skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Aðkoman á Vífilstöðum var hræðileg. Ég mun aldrei gleyma því sem blasti við þegar dyrnar á herberginu voru opnaðar. Á móti mér kom mikil skítalykt sem ég finn stundum enn þann dag í dag. Mamma og önnur kona voru í rúmum upp við sitt hvorn vegginn. Höfuð þeirra lágu saman með litlu borði á milli. Á miðju gólfi var nútíma „kamar“. Stóll með gati þar sem koppurinn var geymdur. Einu salernin sem eru í boði á Vífilstöðum eru frammi á gangi. Þessar tvær yndislegu konur þurftu að lifa í einangrun í þessu litla, lokaða og óvistlega herbergi vikum saman. Aðstaða sem engum yrði boðið upp á í dag nema gamla fólkinu. Mamma átti bara að dvelja á Vífilsstöðum í stuttan tíma eða þangað til hún fengi pláss á hjúkrunarheimili. Biðin varð löng eða þangað til hún lést og fékk pláss hjá Guði. Mig grunar að á tímabilinu frá nóvember 2016 til loka janúar 2017 hafi um 20 til 30 manns látist á Vífilstöðum. Ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um dauðsföll á þessu tímabili hafa ekki borið árangur. Allir sem talað var við kváðust ekki mega eða geta gefið þessar upplýsingar og vísuðu á einhvern annan. Eftir að mamma dó hrundi pabbi og lést á Landsspítalanum 23. október sl., 93 ára að aldri. Hann var hraustmenni alla ævi og varð hissa þegar hann lenti í fyrsta skipti inn á spítala, reiknaði ekki með að geta veikst. Nýrun voru ónýt og blöðruhálskirtilskrabbamein komið í beinin. Það var ekkert hægt að gera fyrir hann og okkur sagt að hann ætti eftir nokkrar vikur eða mánuði. Næsta skref var að finna hjúkrunarheimili þar sem hann fengi að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Það var hvergi pláss í Reykjavík þannig að eina sem var í boði var að flytja hann til Akraness. Þegar faðir minn frétti þetta brotnaði hann endanlega saman og sagðist frekar vilja deyja. Ég sá enga aðra lausn en að fara í launalaust frí og hugsa um föður minn í heimahúsi. Eftir langt samtal við lækni gerði ég mér grein fyrir því að mig skorti kunnáttu og aðstöðu til þess að hjúkra föður mínum þannig að honum liði vel. Á laugardegi talaði systir mín lengi við pabba eða þar til hann virtist geta sætt sig við að fara til Akraness. Við lofuðum að koma og heimsækja hann á hverjum degi. Á mánudagsmorgun kom ég upp á spítala til þess að fara með honum í sjúkrabílnum upp á Akranes. Fór ekki beint inn til hans heldur beið frammi á gangi þangað til læknirinn kom. Vildi vita nákvæmlega hvenær sjúkrabíllinn kæmi áður en ég hitti pabba. Pabbi yfirgaf þennan heim á meðan ég beið á ganginum. Mér var sagt að hann hefði opnað augun, brosað og farið svo að sofa. Pabbi vaknaði aldrei aftur, hafði ákveðið að fara ekki til Akraness. Það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík en það var pláss hjá Guði þar sem mamma beið hans. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þessa reynslu fjölskyldunnar er að við getum ekki lokað augunum fyrir því hvernig aldraðir ástvinir okkar þurfa að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Pabbi bjó í Reykjavík í 93 ár, byrjaði að borga skatta og útsvar 14 ára gamall og það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík þegar hann að lokum þurfti á því að halda. Að meðaltali eru 90 eldri borgarar á Landspítalanum sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og um 100 í heimahúsum. Ástandið er einnig mjög slæmt í öðrum sveitarfélögum. Ég hef bæði talað við ráðherra og þingmenn um þetta neyðarástand. Fæ alltaf sama svarið, að þetta sé á margra ára áætlun. Við getum ekki beðið í mörg ár, það þarf að taka á þess núna. Ég veit að margir geta sagt svipaða sögu og vil ég hvetja fólk til að taka höndum saman, segja frá sinni reynslu og koma ráðamönnum í skilning um það neyðarástand sem ríkir. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að þeir eiga eftir að eldast líka. Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síðustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar sem þeir eyða með okkur í þessum heimi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Aðkoman á Vífilstöðum var hræðileg. Ég mun aldrei gleyma því sem blasti við þegar dyrnar á herberginu voru opnaðar. Á móti mér kom mikil skítalykt sem ég finn stundum enn þann dag í dag. Mamma og önnur kona voru í rúmum upp við sitt hvorn vegginn. Höfuð þeirra lágu saman með litlu borði á milli. Á miðju gólfi var nútíma „kamar“. Stóll með gati þar sem koppurinn var geymdur. Einu salernin sem eru í boði á Vífilstöðum eru frammi á gangi. Þessar tvær yndislegu konur þurftu að lifa í einangrun í þessu litla, lokaða og óvistlega herbergi vikum saman. Aðstaða sem engum yrði boðið upp á í dag nema gamla fólkinu. Mamma átti bara að dvelja á Vífilsstöðum í stuttan tíma eða þangað til hún fengi pláss á hjúkrunarheimili. Biðin varð löng eða þangað til hún lést og fékk pláss hjá Guði. Mig grunar að á tímabilinu frá nóvember 2016 til loka janúar 2017 hafi um 20 til 30 manns látist á Vífilstöðum. Ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um dauðsföll á þessu tímabili hafa ekki borið árangur. Allir sem talað var við kváðust ekki mega eða geta gefið þessar upplýsingar og vísuðu á einhvern annan. Eftir að mamma dó hrundi pabbi og lést á Landsspítalanum 23. október sl., 93 ára að aldri. Hann var hraustmenni alla ævi og varð hissa þegar hann lenti í fyrsta skipti inn á spítala, reiknaði ekki með að geta veikst. Nýrun voru ónýt og blöðruhálskirtilskrabbamein komið í beinin. Það var ekkert hægt að gera fyrir hann og okkur sagt að hann ætti eftir nokkrar vikur eða mánuði. Næsta skref var að finna hjúkrunarheimili þar sem hann fengi að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Það var hvergi pláss í Reykjavík þannig að eina sem var í boði var að flytja hann til Akraness. Þegar faðir minn frétti þetta brotnaði hann endanlega saman og sagðist frekar vilja deyja. Ég sá enga aðra lausn en að fara í launalaust frí og hugsa um föður minn í heimahúsi. Eftir langt samtal við lækni gerði ég mér grein fyrir því að mig skorti kunnáttu og aðstöðu til þess að hjúkra föður mínum þannig að honum liði vel. Á laugardegi talaði systir mín lengi við pabba eða þar til hann virtist geta sætt sig við að fara til Akraness. Við lofuðum að koma og heimsækja hann á hverjum degi. Á mánudagsmorgun kom ég upp á spítala til þess að fara með honum í sjúkrabílnum upp á Akranes. Fór ekki beint inn til hans heldur beið frammi á gangi þangað til læknirinn kom. Vildi vita nákvæmlega hvenær sjúkrabíllinn kæmi áður en ég hitti pabba. Pabbi yfirgaf þennan heim á meðan ég beið á ganginum. Mér var sagt að hann hefði opnað augun, brosað og farið svo að sofa. Pabbi vaknaði aldrei aftur, hafði ákveðið að fara ekki til Akraness. Það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík en það var pláss hjá Guði þar sem mamma beið hans. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þessa reynslu fjölskyldunnar er að við getum ekki lokað augunum fyrir því hvernig aldraðir ástvinir okkar þurfa að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Pabbi bjó í Reykjavík í 93 ár, byrjaði að borga skatta og útsvar 14 ára gamall og það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík þegar hann að lokum þurfti á því að halda. Að meðaltali eru 90 eldri borgarar á Landspítalanum sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og um 100 í heimahúsum. Ástandið er einnig mjög slæmt í öðrum sveitarfélögum. Ég hef bæði talað við ráðherra og þingmenn um þetta neyðarástand. Fæ alltaf sama svarið, að þetta sé á margra ára áætlun. Við getum ekki beðið í mörg ár, það þarf að taka á þess núna. Ég veit að margir geta sagt svipaða sögu og vil ég hvetja fólk til að taka höndum saman, segja frá sinni reynslu og koma ráðamönnum í skilning um það neyðarástand sem ríkir. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að þeir eiga eftir að eldast líka. Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síðustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar sem þeir eyða með okkur í þessum heimi. Höfundur er kennari.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun