Biðstofa dauðans! Guðrún Matthíasdóttir skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Aðkoman á Vífilstöðum var hræðileg. Ég mun aldrei gleyma því sem blasti við þegar dyrnar á herberginu voru opnaðar. Á móti mér kom mikil skítalykt sem ég finn stundum enn þann dag í dag. Mamma og önnur kona voru í rúmum upp við sitt hvorn vegginn. Höfuð þeirra lágu saman með litlu borði á milli. Á miðju gólfi var nútíma „kamar“. Stóll með gati þar sem koppurinn var geymdur. Einu salernin sem eru í boði á Vífilstöðum eru frammi á gangi. Þessar tvær yndislegu konur þurftu að lifa í einangrun í þessu litla, lokaða og óvistlega herbergi vikum saman. Aðstaða sem engum yrði boðið upp á í dag nema gamla fólkinu. Mamma átti bara að dvelja á Vífilsstöðum í stuttan tíma eða þangað til hún fengi pláss á hjúkrunarheimili. Biðin varð löng eða þangað til hún lést og fékk pláss hjá Guði. Mig grunar að á tímabilinu frá nóvember 2016 til loka janúar 2017 hafi um 20 til 30 manns látist á Vífilstöðum. Ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um dauðsföll á þessu tímabili hafa ekki borið árangur. Allir sem talað var við kváðust ekki mega eða geta gefið þessar upplýsingar og vísuðu á einhvern annan. Eftir að mamma dó hrundi pabbi og lést á Landsspítalanum 23. október sl., 93 ára að aldri. Hann var hraustmenni alla ævi og varð hissa þegar hann lenti í fyrsta skipti inn á spítala, reiknaði ekki með að geta veikst. Nýrun voru ónýt og blöðruhálskirtilskrabbamein komið í beinin. Það var ekkert hægt að gera fyrir hann og okkur sagt að hann ætti eftir nokkrar vikur eða mánuði. Næsta skref var að finna hjúkrunarheimili þar sem hann fengi að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Það var hvergi pláss í Reykjavík þannig að eina sem var í boði var að flytja hann til Akraness. Þegar faðir minn frétti þetta brotnaði hann endanlega saman og sagðist frekar vilja deyja. Ég sá enga aðra lausn en að fara í launalaust frí og hugsa um föður minn í heimahúsi. Eftir langt samtal við lækni gerði ég mér grein fyrir því að mig skorti kunnáttu og aðstöðu til þess að hjúkra föður mínum þannig að honum liði vel. Á laugardegi talaði systir mín lengi við pabba eða þar til hann virtist geta sætt sig við að fara til Akraness. Við lofuðum að koma og heimsækja hann á hverjum degi. Á mánudagsmorgun kom ég upp á spítala til þess að fara með honum í sjúkrabílnum upp á Akranes. Fór ekki beint inn til hans heldur beið frammi á gangi þangað til læknirinn kom. Vildi vita nákvæmlega hvenær sjúkrabíllinn kæmi áður en ég hitti pabba. Pabbi yfirgaf þennan heim á meðan ég beið á ganginum. Mér var sagt að hann hefði opnað augun, brosað og farið svo að sofa. Pabbi vaknaði aldrei aftur, hafði ákveðið að fara ekki til Akraness. Það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík en það var pláss hjá Guði þar sem mamma beið hans. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þessa reynslu fjölskyldunnar er að við getum ekki lokað augunum fyrir því hvernig aldraðir ástvinir okkar þurfa að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Pabbi bjó í Reykjavík í 93 ár, byrjaði að borga skatta og útsvar 14 ára gamall og það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík þegar hann að lokum þurfti á því að halda. Að meðaltali eru 90 eldri borgarar á Landspítalanum sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og um 100 í heimahúsum. Ástandið er einnig mjög slæmt í öðrum sveitarfélögum. Ég hef bæði talað við ráðherra og þingmenn um þetta neyðarástand. Fæ alltaf sama svarið, að þetta sé á margra ára áætlun. Við getum ekki beðið í mörg ár, það þarf að taka á þess núna. Ég veit að margir geta sagt svipaða sögu og vil ég hvetja fólk til að taka höndum saman, segja frá sinni reynslu og koma ráðamönnum í skilning um það neyðarástand sem ríkir. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að þeir eiga eftir að eldast líka. Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síðustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar sem þeir eyða með okkur í þessum heimi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mamma lést á Vífilstöðum 2. janúar á þessu ári. Á þeim tíma hafði inflúensa og nóróveiki herjað á spítalanum í nokkrar vikur. Af þessum sökum var móðir mín í einangrun vikum saman og allar heimsóknir til hennar bannaðar. Nokkrum dögum áður en mamma lést var hringt í okkur og tilkynnt að við fengjum undanþágu og gætum komið í heimsókn þar sem hún ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Aðkoman á Vífilstöðum var hræðileg. Ég mun aldrei gleyma því sem blasti við þegar dyrnar á herberginu voru opnaðar. Á móti mér kom mikil skítalykt sem ég finn stundum enn þann dag í dag. Mamma og önnur kona voru í rúmum upp við sitt hvorn vegginn. Höfuð þeirra lágu saman með litlu borði á milli. Á miðju gólfi var nútíma „kamar“. Stóll með gati þar sem koppurinn var geymdur. Einu salernin sem eru í boði á Vífilstöðum eru frammi á gangi. Þessar tvær yndislegu konur þurftu að lifa í einangrun í þessu litla, lokaða og óvistlega herbergi vikum saman. Aðstaða sem engum yrði boðið upp á í dag nema gamla fólkinu. Mamma átti bara að dvelja á Vífilsstöðum í stuttan tíma eða þangað til hún fengi pláss á hjúkrunarheimili. Biðin varð löng eða þangað til hún lést og fékk pláss hjá Guði. Mig grunar að á tímabilinu frá nóvember 2016 til loka janúar 2017 hafi um 20 til 30 manns látist á Vífilstöðum. Ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar um dauðsföll á þessu tímabili hafa ekki borið árangur. Allir sem talað var við kváðust ekki mega eða geta gefið þessar upplýsingar og vísuðu á einhvern annan. Eftir að mamma dó hrundi pabbi og lést á Landsspítalanum 23. október sl., 93 ára að aldri. Hann var hraustmenni alla ævi og varð hissa þegar hann lenti í fyrsta skipti inn á spítala, reiknaði ekki með að geta veikst. Nýrun voru ónýt og blöðruhálskirtilskrabbamein komið í beinin. Það var ekkert hægt að gera fyrir hann og okkur sagt að hann ætti eftir nokkrar vikur eða mánuði. Næsta skref var að finna hjúkrunarheimili þar sem hann fengi að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Það var hvergi pláss í Reykjavík þannig að eina sem var í boði var að flytja hann til Akraness. Þegar faðir minn frétti þetta brotnaði hann endanlega saman og sagðist frekar vilja deyja. Ég sá enga aðra lausn en að fara í launalaust frí og hugsa um föður minn í heimahúsi. Eftir langt samtal við lækni gerði ég mér grein fyrir því að mig skorti kunnáttu og aðstöðu til þess að hjúkra föður mínum þannig að honum liði vel. Á laugardegi talaði systir mín lengi við pabba eða þar til hann virtist geta sætt sig við að fara til Akraness. Við lofuðum að koma og heimsækja hann á hverjum degi. Á mánudagsmorgun kom ég upp á spítala til þess að fara með honum í sjúkrabílnum upp á Akranes. Fór ekki beint inn til hans heldur beið frammi á gangi þangað til læknirinn kom. Vildi vita nákvæmlega hvenær sjúkrabíllinn kæmi áður en ég hitti pabba. Pabbi yfirgaf þennan heim á meðan ég beið á ganginum. Mér var sagt að hann hefði opnað augun, brosað og farið svo að sofa. Pabbi vaknaði aldrei aftur, hafði ákveðið að fara ekki til Akraness. Það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík en það var pláss hjá Guði þar sem mamma beið hans. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þessa reynslu fjölskyldunnar er að við getum ekki lokað augunum fyrir því hvernig aldraðir ástvinir okkar þurfa að eyða síðustu dögum ævi sinnar. Pabbi bjó í Reykjavík í 93 ár, byrjaði að borga skatta og útsvar 14 ára gamall og það var ekki pláss fyrir hann á hjúkrunarheimili í Reykjavík þegar hann að lokum þurfti á því að halda. Að meðaltali eru 90 eldri borgarar á Landspítalanum sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og um 100 í heimahúsum. Ástandið er einnig mjög slæmt í öðrum sveitarfélögum. Ég hef bæði talað við ráðherra og þingmenn um þetta neyðarástand. Fæ alltaf sama svarið, að þetta sé á margra ára áætlun. Við getum ekki beðið í mörg ár, það þarf að taka á þess núna. Ég veit að margir geta sagt svipaða sögu og vil ég hvetja fólk til að taka höndum saman, segja frá sinni reynslu og koma ráðamönnum í skilning um það neyðarástand sem ríkir. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að þeir eiga eftir að eldast líka. Það er okkar skylda að hugsa vel um aldraða og búa þannig um hnútana að þeir geti lifað mannsæmandi lífi síðustu ár, mánuði, vikur og daga ævinnar sem þeir eyða með okkur í þessum heimi. Höfundur er kennari.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun