Hvað er í pokunum? Hermann Stefánsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar