Hvað er í pokunum? Hermann Stefánsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar