Óafturkræf náttúruspjöll Svavar Halldórsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar