Óafturkræf náttúruspjöll Svavar Halldórsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar