Umburðarlyndi, samkennd og gleði Nichole Leigh Mosty skrifar 22. nóvember 2017 18:00 Samfélag í stöðugri þróun er samfélag þar sem fólk stendur saman og styður við hvert annað. Þar sem fólk fær að lifa með reisn á eigin forsendum og samkvæmt eigin viðmiðum. Það er samfélag þar sem samkennd, umburðarlyndi og gleði ríkir. Eftir eitt ár í þjónustu fyrir Íslendinga sem Alþingiskona þarf ég verulega á því að halda að næra og endurhlaða mig inn á við. Það kannski kemur fólki á óvart að heyra að ég er að hluta til ekki sorgbitin yfir því að missa þingsætið. Mér finnst mjög erfitt og já, sakna gríðarlega tækifærisins til að þjóna samfélaginu og vinna að þeim mikilvægu málefnum sem ég brenn fyrir á Alþingi. Ég vil taka það skýrt fram en… Það sem ég er ekki sorgbitin yfir að missa af, er að hverfa úr sviðsljósinu og á bakvið tjöld mismununar. Ég mun ekki sakna þess að vera „kona“ í stjórnmálum, þar sem fólk innan stjórnmála, sem og utan þeirra, telur það vera þeirra hlutverk að dæma og segja mér til. Fólk sem hefur litla sem enga hugmynd um hver ég er, hvað ég hef gert, fyrir hvað ég stend eða hvað ég er fær um að gera. Ég mun ekki sakna hrútskýringa sem ég fékk, oftast frá karlmönnum. Ég þurfti að brýna mig, kyngja gagnrýni og búa til skráp. Það sem ég uppgötvaði var að skrápur er ekki verkfæri sem kemur til með að auka hæfni til að þjóna samfélaginu og alls ekki til að sýna öðrum umburðarlyndi, samkennd eða gleði. Mér finnst gagnrýni vera heilbrigð og mikilvæg. Áskoranir og samofin tækifæri sem felast í því að vinna með gagnrýni eru dýrmæt. Það er fátt sem nærir mig meira, og reyndar flestar konur sem ég hef starfað með í stjórnmálum, en að vinna með réttmæta gagnrýni, að vinna með gagnrýni í þeim tilgangi að leita lausna og tryggja að málamiðlun finnist. Með afhjúpun sem kemur fram í frásögnum og umræðum tengdum „Í skugga valdsins“ eru stór tækifæri til að stuðla að þróun í samfélaginu okkar, þar sem jafnrétti er í fyrsta sæti og kynferðislegri áreitni, valdníðslu og ofbeldi er útrýmt. Hreyfingin „Í skugga valdsins“ mun setja raunveruleika kvenna í stjórnmálum í sviðsljósið, og væntanlega draga úr því að konur sem hafa kjark til að taka þátt í stjórnmálum séu dæmdar. Ég vona að fólk sem telur það vera þeirra hlutverk að fordæma konur vegna klæðnaðar, aldurs, útlits, forsíðumyndar á Facebook eða í mínu tilfelli, uppruna og hreims, nýti tækifærið sem felst í þessum gjörningi til að meta konur að verðleikum. Ég mun halda áfram að þjóna samfélaginu í pólitík hjá Bjartri framtíð, flokknum sem er óhræddur við að hafa konur í valdastöðum. Við vorum með hæsta hlutfall kvenkyns frambjóðenda í efstu fimm sætunum í kosningunum núna til Alþingis (63%). Ég mun nota tækifærið sem felst í því að vinna að innri störfum með okkar gildum, svo sem trausti, svigrúmi, jafnvægi, skilningi, hugrekki, ábyrgð, samkennd og hlýju. Ég mun leggja mig fram við að stuðla að þróun jafnréttis og sanngirni í samfélaginu með umburðarlyndi, samkennd og gleði að vopni. Sjáumst hress í næstu kosningum.Höfundur er formaður hverfisráðs Breiðholts og fyrrverandi þingkona Bjartar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag í stöðugri þróun er samfélag þar sem fólk stendur saman og styður við hvert annað. Þar sem fólk fær að lifa með reisn á eigin forsendum og samkvæmt eigin viðmiðum. Það er samfélag þar sem samkennd, umburðarlyndi og gleði ríkir. Eftir eitt ár í þjónustu fyrir Íslendinga sem Alþingiskona þarf ég verulega á því að halda að næra og endurhlaða mig inn á við. Það kannski kemur fólki á óvart að heyra að ég er að hluta til ekki sorgbitin yfir því að missa þingsætið. Mér finnst mjög erfitt og já, sakna gríðarlega tækifærisins til að þjóna samfélaginu og vinna að þeim mikilvægu málefnum sem ég brenn fyrir á Alþingi. Ég vil taka það skýrt fram en… Það sem ég er ekki sorgbitin yfir að missa af, er að hverfa úr sviðsljósinu og á bakvið tjöld mismununar. Ég mun ekki sakna þess að vera „kona“ í stjórnmálum, þar sem fólk innan stjórnmála, sem og utan þeirra, telur það vera þeirra hlutverk að dæma og segja mér til. Fólk sem hefur litla sem enga hugmynd um hver ég er, hvað ég hef gert, fyrir hvað ég stend eða hvað ég er fær um að gera. Ég mun ekki sakna hrútskýringa sem ég fékk, oftast frá karlmönnum. Ég þurfti að brýna mig, kyngja gagnrýni og búa til skráp. Það sem ég uppgötvaði var að skrápur er ekki verkfæri sem kemur til með að auka hæfni til að þjóna samfélaginu og alls ekki til að sýna öðrum umburðarlyndi, samkennd eða gleði. Mér finnst gagnrýni vera heilbrigð og mikilvæg. Áskoranir og samofin tækifæri sem felast í því að vinna með gagnrýni eru dýrmæt. Það er fátt sem nærir mig meira, og reyndar flestar konur sem ég hef starfað með í stjórnmálum, en að vinna með réttmæta gagnrýni, að vinna með gagnrýni í þeim tilgangi að leita lausna og tryggja að málamiðlun finnist. Með afhjúpun sem kemur fram í frásögnum og umræðum tengdum „Í skugga valdsins“ eru stór tækifæri til að stuðla að þróun í samfélaginu okkar, þar sem jafnrétti er í fyrsta sæti og kynferðislegri áreitni, valdníðslu og ofbeldi er útrýmt. Hreyfingin „Í skugga valdsins“ mun setja raunveruleika kvenna í stjórnmálum í sviðsljósið, og væntanlega draga úr því að konur sem hafa kjark til að taka þátt í stjórnmálum séu dæmdar. Ég vona að fólk sem telur það vera þeirra hlutverk að fordæma konur vegna klæðnaðar, aldurs, útlits, forsíðumyndar á Facebook eða í mínu tilfelli, uppruna og hreims, nýti tækifærið sem felst í þessum gjörningi til að meta konur að verðleikum. Ég mun halda áfram að þjóna samfélaginu í pólitík hjá Bjartri framtíð, flokknum sem er óhræddur við að hafa konur í valdastöðum. Við vorum með hæsta hlutfall kvenkyns frambjóðenda í efstu fimm sætunum í kosningunum núna til Alþingis (63%). Ég mun nota tækifærið sem felst í því að vinna að innri störfum með okkar gildum, svo sem trausti, svigrúmi, jafnvægi, skilningi, hugrekki, ábyrgð, samkennd og hlýju. Ég mun leggja mig fram við að stuðla að þróun jafnréttis og sanngirni í samfélaginu með umburðarlyndi, samkennd og gleði að vopni. Sjáumst hress í næstu kosningum.Höfundur er formaður hverfisráðs Breiðholts og fyrrverandi þingkona Bjartar framtíðar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun