Lovísa Thompson setti nýtt met í kaloríueyðslu í prófum landsliðsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 12:30 Lovísa Thompson. Vísir/Ernir Það kemur oft margt fróðlegt í ljós þegar íþróttafólk er mælt í bak og fyrir. Landsliðsfólk Íslands í handbolta er þar engin undantekning. Fannar Karvel, nýr styrktarþjálfari landsliða Handknattleiksambands Íslands, hefur verið á fullu síðustu daga að að mæla leikmenn íslenska kvennalandsliðsins og hann hefur leyft fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlum. Ein af þeim sem komið hefur hvað best út úr mælingunum er ein efnilegasta handboltakona Íslands. Lovísa Thompson hélt upp á átján ára afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en er engu að síður komin með mikla reynslu í efstu deild á Íslandi. Lovísa kom snemma inn í meistaraflokk Gróttu og varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu þar sem hún var í risastóru hlutverki þrátt fyrir að vera ekki komin með bílpróf. Lovísa hefur fyrir nokkru unnið sér sæti í íslenska landsliðinu þar sem hún mun væntanlega eiga fast sæti næstu árin.It’s #test time!!!!@lovisathompson tops the #record in kcal p/ 30secs #handball#handbolti#TeamSparta... https://t.co/uEIO6s710l — Fannar Karvel (@Karvelio) November 22, 2017 Fannar segir frá því að Lovísa hafi sett nýtt met í kaloríueyðslu á 30 sekúndum í þessum prófum og sýnir myndband af henni á fullu á þrekhjólinu. Það var fyrir löngu vitað að Lovísa Thompson væri mikill orkubolti en hér er komin sönnun fyrir því. Fannar staðfestir að enginn hafi slegið við henni í orkubrennslu á hálfri mínútu. Að neðan má sjá myndbönd frá mælingum á stelpunum í íslenska handboltalandsliðinu, þar á meðal myndbandið af Lovísu að setja metið. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Það kemur oft margt fróðlegt í ljós þegar íþróttafólk er mælt í bak og fyrir. Landsliðsfólk Íslands í handbolta er þar engin undantekning. Fannar Karvel, nýr styrktarþjálfari landsliða Handknattleiksambands Íslands, hefur verið á fullu síðustu daga að að mæla leikmenn íslenska kvennalandsliðsins og hann hefur leyft fólki að fylgjast með á samfélagsmiðlum. Ein af þeim sem komið hefur hvað best út úr mælingunum er ein efnilegasta handboltakona Íslands. Lovísa Thompson hélt upp á átján ára afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en er engu að síður komin með mikla reynslu í efstu deild á Íslandi. Lovísa kom snemma inn í meistaraflokk Gróttu og varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu þar sem hún var í risastóru hlutverki þrátt fyrir að vera ekki komin með bílpróf. Lovísa hefur fyrir nokkru unnið sér sæti í íslenska landsliðinu þar sem hún mun væntanlega eiga fast sæti næstu árin.It’s #test time!!!!@lovisathompson tops the #record in kcal p/ 30secs #handball#handbolti#TeamSparta... https://t.co/uEIO6s710l — Fannar Karvel (@Karvelio) November 22, 2017 Fannar segir frá því að Lovísa hafi sett nýtt met í kaloríueyðslu á 30 sekúndum í þessum prófum og sýnir myndband af henni á fullu á þrekhjólinu. Það var fyrir löngu vitað að Lovísa Thompson væri mikill orkubolti en hér er komin sönnun fyrir því. Fannar staðfestir að enginn hafi slegið við henni í orkubrennslu á hálfri mínútu. Að neðan má sjá myndbönd frá mælingum á stelpunum í íslenska handboltalandsliðinu, þar á meðal myndbandið af Lovísu að setja metið.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira