Barátta mín fyrir því að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi Valgeir Matthías Pálsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar