Barátta mín fyrir því að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi Valgeir Matthías Pálsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá viðurkenndan þann rétt minn samkvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án árangurs. Mál mitt hefur þvælst á milli stofnana ríkisins eins og Embættis landlæknis, Umboðsmanns Alþingis og velferðarráðuneytisins með litlum eða engum árangri. Ég hef litla sem enga aðstoð fengið á Landspítalanum frá árinu 2008. Það ár tóku nýir læknar við meðferð minni. Ég hef glímt við þunglyndi og kvíða um margra ára skeið. Oft spyr ég mig þeirrar spurningar hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu að allir skuli vera jafnir gagnvart stjórnarskránni og öllu því tilheyrandi. Mannréttindi eru brotin á mér vegna þessa máls og einnig er 76. grein stjórnarskrárinnar þverbrotin gagnvart mér í þessu máli. Einnig má benda á það að í sjúklingalögum eru allmargar greinar brotnar á mér. Mál mitt er ekki flókið. Það snýst um það að ég fái hjálp á erfiðum stundum eins og allir aðrir þegnar þessa lands. Margir kunna að spyrja sig þeirrar spurningar hvers konar hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til að svara að ef maður er með miklar sjálfsvígshugsanir, þá á maður náttúrlega að fá hjálp á geðsviði LSH! Ég skrifa þennan pistil hér vegna þess að ég hef barist, ég hef barist einn og án mikils stuðnings í þessu máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan mann mér við hlið vegna þessa máls allt þar til fyrir stuttu að hann fór utan í námsleyfi. Mannréttindalögfræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt máli mínu mikinn skilning. Enda kannski lagalega flókið í lögfræðilegum skilningi. Mér þykir eins og samfélagið, Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef þið verðið veik, þá eigið þið að sjálfsögðu rétt á því að fá bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Ég blæs á allar sögur um það að ekki sé til nægt fjármagn í heilbrigðiskerfinu til að sinna málum eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs á það. Það eru til nægir peningar á Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið. Það á að vera sjálfsögð krafa allra að eiga rétt á góðri og fullkominni heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem menn standa. Ég hef ekki góða sögu að segja frá stofnunum eins og Embætti landlæknis og fleiri stofnunum ríkisins sem sinna þessum málum. Landlæknisembættið kóar með læknum á Landspítalanum og alltaf hafa þeir rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn. Hjá Landlækni starfa margir læknar sem sinnt hafa störfum á Landspítalanum og hafa því góða innsýn í störf spítalans. Í lokin vil ég segja eftirfarandi. Það er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta fólk sem líður andlegar vítiskvalir vera heima hjá sér án alls stuðnings og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóðfélögum sem við viljum bera okkur saman við. En ég vildi bara með þessum pistli segja frá því að það er til fólk hér á Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu stundum lífs síns. Þegar veikindi herja á. Höfundur er öryrki.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar