Félagslegar stoðir ESB grafa ekki undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða Formenn launafólks á Norðurlöndum skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Talsmenn atvinnurekenda í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð halda því fram í greinaskrifum sínum að hinar félagslegu stoðir Evrópusambandsins, ESB, grafi undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og sömuleiðis norræna líkaninu. Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, getum staðfest að atvinnurekendur hafa á röngu að standa, ellegar að þeir kjósa, í besta falli, að misskilja vísvitandi hinar félagslegu stoðir. Við teljum að hin félagslega stoð ESB sendi skýr og mikilvæg skilaboð um að ESB setji nú í forgang réttlátari atvinnu- og lífskjör fyrir almenning. Þegar í inngangi að hinni evrópsku stoð félagslegra réttinda, þ.e.a.s. í þeim tilmælum sem þjóðar- og ríkisstjórnarleiðtogar ásamt Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB hafa í hyggju að kynna á leiðtogafundi ESB um félagsleg málefni í Gautaborg, kemur fram að þessi stoð megi ekki „standa í vegi fyrir því að aðildarríkin eða aðilar vinnumarkaðarins setji sér metnaðarfyllri markmið“, að hún „skuli innleidd jafnt á vettvangi sambandsins og aðildarríkjanna eins og hvert þeirra telur rétt að gera“ og „í samræmi við nálægðarregluna og meðalhófsregluna“. Þessar lýsingar tryggja hvoru tveggja; norræna líkanið og sjálfsákvörðunarrétt einstakra ríkja. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að félagslega stoðin er fyrst og fremst pólitískt skjal, þar sem stofnanir ESB og aðildarríki þess skilgreina sameiginleg félagsleg markmið, án þess að tilgreina hvaða leiðir einstök ríki skuli fara til að ná þeim. Félagslega stoðin er ekki lagalega bindandi, henni er fyrst og fremst ætlað að virka leiðbeinandi fyrir aðildarríkin þegar þau móta eigin stefnu í vinnumarkaðs- og félagsmálum.Mikilvæg pólitísk skilaboð Stoðin felur ekki í sér valdaframsal frá aðildarríkjunum til ESB, heldur fer um heimildina til að setja lög á vettvangi Evrópusambandsins um málefni vinnumarkaðarins eftir sáttmálum ESB eins og hingað til og í samræmi við nálægðarregluna. Aðildarríkin bera áfram höfuðábyrgð á félags- og vinnumarkaðsstefnunni, en sáttmálar ESB gefa sambandinu aðeins takmarkaða möguleika til lagasetningar, t.d. með lágmarksreglum í tilskipunum. Sú staðhæfing að félagslega stoðin hafi nú þegar leitt af sér lagasetningu á sviði vinnulöggjafar er því röng. Fyrirhuguð endurskoðun framkvæmdastjórnar ESB á upplýsingatilskipuninni, sem atvinnurekendur vísa til, á lagastoð í sáttmálum ESB og ekki í hinni félagslegu stoð. Þetta er endurskoðun á gildandi tilskipun frá 1991, en enn er ekki vitað hvernig tillaga framkvæmdastjórnar verður þar sem hún hefur ekki enn verið gefin út. Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin leggi ekki neitt það til sem grafi undan norræna líkaninu, þar sem sáttmálar ESB tryggja að tekið sé tillit til margbreytileika þeirra kerfa sem einstök ríki hafa byggt upp, þar á meðal hlutverk aðila vinnumarkaðarins. Hin félagslega stoð sendir mikilvæg pólitísk skilaboð, sem sé að Evrópusambandið þurfi betra jafnvægi á milli efnahagslegs frelsis og félagslegra réttinda. Á krepputímanum einblíndi ESB alltof einhliða á aðhald og niðurskurð. Atvinnu- og lífskjör borgara í ríkjum Evrópusambandsins voru látin sitja á hakanum. Sú ákvörðun að boða til leiðtogafundar um félagsleg réttindi í Gautaborg sýnir að það er skilningur á því að góð kjör, samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg réttindi eru lykillinn að sjálfbærum og auknum vexti og atvinnuþátttöku, samkeppnishæfni og auknu trausti á samstarfi innan Evrópusambandsins. Undirritun samkomulags um hina evrópsku stoð fyrir félagsleg réttindi er skref í rétta átt. Norrænir atvinnurekendur ættu einnig að skrifa undir það. Höfundar eru formenn heildarsamtaka launafólks á Norðurlöndunum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar