Hagur neytenda og dómur ESA Guðjón Sigurbjartsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Neytendur hljóta að fagna nýlegum dómi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að bann við innflutningi á ferskri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Ekki síður bera að fagna viðbrögðum ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar um að íslenska ríkinu beri að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómnum og breyta lögum til samræmis við niðurstöðu dómsins. Að sjálfsögðu skiptir heilsa fólks meginmáli en lífskjör og lífsgleði einnig, ef út í það er farið. Vandað matvælaeftirlit verður að duga, hér heima og hjá þeim sem við verslum við. Sumar ráðstafanir kosta of mikið og ganga of mikið á lífsgæði. Við viljum geta ferðast til annarra landa og fengið ferðamenn til okkar. Hluti af góðu ferðalagi er að neyta matar og upplifa það sem í boði er. Einangrun er ekki málið, hvorki fyrir menn né matvæli nema ef ágengir smitsjúkdómar og farsóttir geisa, þá er eðlilega gripið til tímabundinna varúðarráðstafana svo sem einangrunar, ferðalög eru bönnuð og flutningur vöru af sýktum svæðum bannaður á meðan sóttin gengur yfir. Að öðru leyti dugar fagmennska í meðferð matar og virkt eftirlit. Varanleg einangrun manna og dýra dregur of mikið úr lífsgæðum.Matvælaviðskipti um allan heim Þannig virkar þetta innan Evrópu og í aðalatriðum um heim allan. Innflutningur á ferskri matvöru er heimill uppfylli hún skilyrði um vandaða meðhöndlun. Einnig á Nýja-Sjálandi og í Japan sem oft er vitnað til enda eyjur eins og Ísland. Þau heimila matvælainnflutning undir eðlilegu eftirliti, banna bara tímabundið innflutning frá viðkomandi svæði ef upp kemur sýking svo sem salmonella eða grunur um fuglaflensu. Fyrir neytendur og almenning í þessu landi bætir fersk vara og fjölbreytt frá öðrum löndum vöruframboð, líka með hollri samkeppni við innlenda framleiðslu. Landsmenn og gestir okkar njóta fjölbreyttari gæðamatar á eðlilegra verði. Það verður betra að eiga hér heima og ánægjulegra að sækja okkur heim.Tollverndin kostar of mikið Næstu skref í þessum dúr hljóta svo að vera afnám matartollanna og að breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti keppt á markaði við innflutning og bætt sinn hag. Í staðinn mætti jafnvel auka beina styrki til bænda því hagur neytenda af niðurfellingu tolla er það mikill. Vísbendingar eru um að niðurfelling matartolla af kjötvöru, eggjum og mjólk lækki meðalverð þeirra vöruflokka um 35% og getur það sparað okkur um 100.000 kr. á landsmann á ári. Lægri kostnaður við Íslandsferð, með lægra matarverði, styrkir einnig þróun ferðaþjónustu um allt land, en borið hefur á því að fleiri ferðamenn spari við sig að ferðast um landið vegna kostnaðar, láti nægja að ferðast um suðvesturhorn landsins.Sláum ekki framtíðinni á frest Vonandi mun ný ríkisstjórn vinna að hag neytenda í þessum málum en ekki leita leiða til að slá framtíðinni á frest. Augljóst er að tollamúrar og tæknilegar viðskiptahindranir eru á undanhaldi. Við þurfum að ná nágrönnum okkar í Evrópu hvað þetta varðar. Þeir eru fyrir löngu búnir að fella niður tollamúra og tæknilegar viðskiptahindranir sín á milli, líka varðandi matvöru, enda skiptir hún svo miklu máli bæði hvað varðar lífskjör og lífsánægju. Höfundur er viðskiptafræðingur í starfshópi Neytendasamtakanna um matvæli, landbúnað og umhverfismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Neytendur hljóta að fagna nýlegum dómi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að bann við innflutningi á ferskri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Ekki síður bera að fagna viðbrögðum ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar um að íslenska ríkinu beri að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómnum og breyta lögum til samræmis við niðurstöðu dómsins. Að sjálfsögðu skiptir heilsa fólks meginmáli en lífskjör og lífsgleði einnig, ef út í það er farið. Vandað matvælaeftirlit verður að duga, hér heima og hjá þeim sem við verslum við. Sumar ráðstafanir kosta of mikið og ganga of mikið á lífsgæði. Við viljum geta ferðast til annarra landa og fengið ferðamenn til okkar. Hluti af góðu ferðalagi er að neyta matar og upplifa það sem í boði er. Einangrun er ekki málið, hvorki fyrir menn né matvæli nema ef ágengir smitsjúkdómar og farsóttir geisa, þá er eðlilega gripið til tímabundinna varúðarráðstafana svo sem einangrunar, ferðalög eru bönnuð og flutningur vöru af sýktum svæðum bannaður á meðan sóttin gengur yfir. Að öðru leyti dugar fagmennska í meðferð matar og virkt eftirlit. Varanleg einangrun manna og dýra dregur of mikið úr lífsgæðum.Matvælaviðskipti um allan heim Þannig virkar þetta innan Evrópu og í aðalatriðum um heim allan. Innflutningur á ferskri matvöru er heimill uppfylli hún skilyrði um vandaða meðhöndlun. Einnig á Nýja-Sjálandi og í Japan sem oft er vitnað til enda eyjur eins og Ísland. Þau heimila matvælainnflutning undir eðlilegu eftirliti, banna bara tímabundið innflutning frá viðkomandi svæði ef upp kemur sýking svo sem salmonella eða grunur um fuglaflensu. Fyrir neytendur og almenning í þessu landi bætir fersk vara og fjölbreytt frá öðrum löndum vöruframboð, líka með hollri samkeppni við innlenda framleiðslu. Landsmenn og gestir okkar njóta fjölbreyttari gæðamatar á eðlilegra verði. Það verður betra að eiga hér heima og ánægjulegra að sækja okkur heim.Tollverndin kostar of mikið Næstu skref í þessum dúr hljóta svo að vera afnám matartollanna og að breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti keppt á markaði við innflutning og bætt sinn hag. Í staðinn mætti jafnvel auka beina styrki til bænda því hagur neytenda af niðurfellingu tolla er það mikill. Vísbendingar eru um að niðurfelling matartolla af kjötvöru, eggjum og mjólk lækki meðalverð þeirra vöruflokka um 35% og getur það sparað okkur um 100.000 kr. á landsmann á ári. Lægri kostnaður við Íslandsferð, með lægra matarverði, styrkir einnig þróun ferðaþjónustu um allt land, en borið hefur á því að fleiri ferðamenn spari við sig að ferðast um landið vegna kostnaðar, láti nægja að ferðast um suðvesturhorn landsins.Sláum ekki framtíðinni á frest Vonandi mun ný ríkisstjórn vinna að hag neytenda í þessum málum en ekki leita leiða til að slá framtíðinni á frest. Augljóst er að tollamúrar og tæknilegar viðskiptahindranir eru á undanhaldi. Við þurfum að ná nágrönnum okkar í Evrópu hvað þetta varðar. Þeir eru fyrir löngu búnir að fella niður tollamúra og tæknilegar viðskiptahindranir sín á milli, líka varðandi matvöru, enda skiptir hún svo miklu máli bæði hvað varðar lífskjör og lífsánægju. Höfundur er viðskiptafræðingur í starfshópi Neytendasamtakanna um matvæli, landbúnað og umhverfismál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun