Svartur skuggi stríðs Páll Stefánsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ein af fimm systkinum, nýkomin frá Sýrlandi. Á tjaldstæði í bænum Jerash. Vísir/Páll Stefánsson Ég viðurkenni það fúslega, það er ekki létt að vera grýttur. Og alls ekki af sex ára reykjandi strák klukkan hálf átta um morgun. Dagurinn sem hafði byrjað svo undur fallega í bænum Jerash, rétt sunnan við sýrlensku landamærin, Jórdaníumegin, með bænaköllum í fallegri sólarupprásinni, rúmum hálftíma fyrr. Kvöldið áður hafði ég hitt á sama stað sýrlenska flóttamenn, í þremur tjöldum, á þessari rykugu malarlóð í útjaðri bæjarins, flóttamenn sem voru nýkomnir yfir, eftir að hafa lifað af sýrlenska borgarastríðið í sex löng og mögur ár. Nú var þeim nóg boðið og þeir höfðu gefist upp. Komnir hingað í frið.Nýkomnir til Jórdaníu frá Sýrlandi, þar sem fjölskyldan hafði hent niður tjaldi í útjaðri borgarinnar Al Mafraq, steinsnar frá yfirfullum Zaatari-flóttamannabúðunum.Vísir/Páll StefánssonMorguninn eftir voru tjöldin orðin átta eða níu. Og sex ára skítugi drengurinn sem grýtti mig hafði komið hingað í gegnum nóttina í friðinn. Hann sem þekkti ekkert annað en stríð og mannvonsku. Hann fæddist inn í stríð og hatur. Borgarastríðið í Sýrlandi er jafnaldri hans, sex ára. Þó að opinber tala Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segi að milljón sýrlenskra flóttamanna dvelji nú í Jórdaníu er sú tala langt frá því að vera rétt. Heimamenn sögðu mér að talan væri miklu miklu hærri. Nær lagi væri að tala um tvær milljónir Sýrlendinga í landinu. Svipaður fjöldi og palestínskir flóttamenn, en þeir eru rétt yfir tvær milljónir, og hafa átt hér samastað og skjól frá því Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Palestínumennirnir eru hluti af þeim 9,5 milljónum sem búa í Jórdaníu í dag, en ekki Sýrlendingarnir. Enda nýkomnir. Hímandi í skjóli undir stóru tré ekki langt frá heyrði ég hlátrasköll óma úr fjarlægð frá barnaskaranum sem hafði rekið mig á flótta. Þau ánægð með þennan sigur í fyrstu orustu dagsins. Ég hugsi.Þrjú ár í Zaatari-búðunum fara með mann. Selur ávexti til að drepa tímann.Vísir/Páll StefánssonÍ fjögur ár hef ég komið á þessar slóðir, hitt og mætt fólki á flótta. Tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum sem koma á skektum út úr köldu myrkrinu yfir hafið til Lesbos og Kos frá Tyrklandi. Verið í flóttamannabúðum við landamæri Sýrlands, Tyrklandsmegin, Líbanonmegin og bara tveimur dögum áður við Zaatari-búðirnar í útjaðri bæjarins Al Mafraq, þær stærstu í Jórdaníu, og aldrei mætt öðru en æðruleysi, vinsemd og friði. Hvað hafði breyst? Ekkert. Ekkert nema að þetta fólk, þessir flóttamenn í Jerash, voru að koma fyrst núna yfir til Jórdaníu, miklu seinna en meginstraumurinn sem flúði Sýrland fyrir þremur, fjórum, jafnvel fimm árum. Þetta fólk, þessar fjölskyldur nýkomnar yfir, höfðu upplifað miklu meiri hremmingar og enn ljótara stríð. Síðustu misserin hafa verið svo miklu grimmari fyrir fólkið í Sýrlandi en árin þar á undan. Tugir þúsunda barna hafast við í Zaatari-flóttamannabúðunum.Vísir/Páll StefánssonEkki bara náði ISIS um tíma þriðjungi landsins á sitt vald, heldur hefur rússneski flugherinn verið iðinn við að jafna borgir og hverfi uppreisnarmanna við jörðu. Það er ekki nema von að fólk missi vitið og vonina. Að börn nái ekki þroska, að mannvonskan fái að vaxa óáreitt, að engum sé treyst, við það að alast upp í skugga stríðs í stríði. Seinna um daginn, í mjúkri síðdegissólinni, kom ég þó aftur. Náði þá sambandi, náði myndum. Þarna á mölinni voru menn að dytta að druslum, börnin að leika sér í heimagerðri rólu, konur að hita te. Verið að setja upp enn eitt tjaldið. Þegar druslan, 40 ára gamall Volvo 240, væri komin í lag var planið að halda áfram suður til Amman, vonandi snemma í fyrramálið, ekki til að skrásetja bílinn eða sig sem flóttamann, heldur til að snapa vinnu, eiga fyrir mat og bensíni. Bíða þangað til stríðinu ljúki, og fara þá aftur heim. Heim til Sýrlands.Fyrsti staðurinn til að henda niður tjaldi í útjaðri Al Mafraq eftir að hafa komið yfir frá Sýrlandi sólarhring áður.Vísir/Páll StefánssonSkólaganga var afgangsstærð, öðruvísi en hjá þeim tugum þúsunda sem dvöldu norðar og austar í Zaatari-flóttamannabúðunum. Hátt í hundrað þúsund manna tjaldbyggð, sem Rauði krossinn og Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna slógu upp. Girtum griðastað, tjaldbúðum fyrir flóttamenn. Þarna er heilbrigðisþjónusta, skólar, sjoppur, samtíningur til þess að búa til bærilegt samfélag, með rakara, okurlánara og sokkasölumann á næsta horni. Samt er þetta auðvitað samfélag án framtíðar. Og fyrir utan girðinguna standa kyrrlátir eyðimerkurgulir skriðdrekar jórdanska hersins, með byssunni miðað beint upp í himininn, að tunglinu, til að minna tjaldbúana á að þeir eru bara gestir hérna í stutta stund á hótel jörð. Morguninn eftir voru bara tvö tjöld á lóðinni í Jerash. Sá sex ára var farinn, örugglega með fulla vasa af grjótiVísir/Páll StefánssonLeikvöllur flóttamannabarnanna í útjaðri Jerash.Vísir/Páll StefánssonVísir/Páll Stefánsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Ég viðurkenni það fúslega, það er ekki létt að vera grýttur. Og alls ekki af sex ára reykjandi strák klukkan hálf átta um morgun. Dagurinn sem hafði byrjað svo undur fallega í bænum Jerash, rétt sunnan við sýrlensku landamærin, Jórdaníumegin, með bænaköllum í fallegri sólarupprásinni, rúmum hálftíma fyrr. Kvöldið áður hafði ég hitt á sama stað sýrlenska flóttamenn, í þremur tjöldum, á þessari rykugu malarlóð í útjaðri bæjarins, flóttamenn sem voru nýkomnir yfir, eftir að hafa lifað af sýrlenska borgarastríðið í sex löng og mögur ár. Nú var þeim nóg boðið og þeir höfðu gefist upp. Komnir hingað í frið.Nýkomnir til Jórdaníu frá Sýrlandi, þar sem fjölskyldan hafði hent niður tjaldi í útjaðri borgarinnar Al Mafraq, steinsnar frá yfirfullum Zaatari-flóttamannabúðunum.Vísir/Páll StefánssonMorguninn eftir voru tjöldin orðin átta eða níu. Og sex ára skítugi drengurinn sem grýtti mig hafði komið hingað í gegnum nóttina í friðinn. Hann sem þekkti ekkert annað en stríð og mannvonsku. Hann fæddist inn í stríð og hatur. Borgarastríðið í Sýrlandi er jafnaldri hans, sex ára. Þó að opinber tala Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segi að milljón sýrlenskra flóttamanna dvelji nú í Jórdaníu er sú tala langt frá því að vera rétt. Heimamenn sögðu mér að talan væri miklu miklu hærri. Nær lagi væri að tala um tvær milljónir Sýrlendinga í landinu. Svipaður fjöldi og palestínskir flóttamenn, en þeir eru rétt yfir tvær milljónir, og hafa átt hér samastað og skjól frá því Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Palestínumennirnir eru hluti af þeim 9,5 milljónum sem búa í Jórdaníu í dag, en ekki Sýrlendingarnir. Enda nýkomnir. Hímandi í skjóli undir stóru tré ekki langt frá heyrði ég hlátrasköll óma úr fjarlægð frá barnaskaranum sem hafði rekið mig á flótta. Þau ánægð með þennan sigur í fyrstu orustu dagsins. Ég hugsi.Þrjú ár í Zaatari-búðunum fara með mann. Selur ávexti til að drepa tímann.Vísir/Páll StefánssonÍ fjögur ár hef ég komið á þessar slóðir, hitt og mætt fólki á flótta. Tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum sem koma á skektum út úr köldu myrkrinu yfir hafið til Lesbos og Kos frá Tyrklandi. Verið í flóttamannabúðum við landamæri Sýrlands, Tyrklandsmegin, Líbanonmegin og bara tveimur dögum áður við Zaatari-búðirnar í útjaðri bæjarins Al Mafraq, þær stærstu í Jórdaníu, og aldrei mætt öðru en æðruleysi, vinsemd og friði. Hvað hafði breyst? Ekkert. Ekkert nema að þetta fólk, þessir flóttamenn í Jerash, voru að koma fyrst núna yfir til Jórdaníu, miklu seinna en meginstraumurinn sem flúði Sýrland fyrir þremur, fjórum, jafnvel fimm árum. Þetta fólk, þessar fjölskyldur nýkomnar yfir, höfðu upplifað miklu meiri hremmingar og enn ljótara stríð. Síðustu misserin hafa verið svo miklu grimmari fyrir fólkið í Sýrlandi en árin þar á undan. Tugir þúsunda barna hafast við í Zaatari-flóttamannabúðunum.Vísir/Páll StefánssonEkki bara náði ISIS um tíma þriðjungi landsins á sitt vald, heldur hefur rússneski flugherinn verið iðinn við að jafna borgir og hverfi uppreisnarmanna við jörðu. Það er ekki nema von að fólk missi vitið og vonina. Að börn nái ekki þroska, að mannvonskan fái að vaxa óáreitt, að engum sé treyst, við það að alast upp í skugga stríðs í stríði. Seinna um daginn, í mjúkri síðdegissólinni, kom ég þó aftur. Náði þá sambandi, náði myndum. Þarna á mölinni voru menn að dytta að druslum, börnin að leika sér í heimagerðri rólu, konur að hita te. Verið að setja upp enn eitt tjaldið. Þegar druslan, 40 ára gamall Volvo 240, væri komin í lag var planið að halda áfram suður til Amman, vonandi snemma í fyrramálið, ekki til að skrásetja bílinn eða sig sem flóttamann, heldur til að snapa vinnu, eiga fyrir mat og bensíni. Bíða þangað til stríðinu ljúki, og fara þá aftur heim. Heim til Sýrlands.Fyrsti staðurinn til að henda niður tjaldi í útjaðri Al Mafraq eftir að hafa komið yfir frá Sýrlandi sólarhring áður.Vísir/Páll StefánssonSkólaganga var afgangsstærð, öðruvísi en hjá þeim tugum þúsunda sem dvöldu norðar og austar í Zaatari-flóttamannabúðunum. Hátt í hundrað þúsund manna tjaldbyggð, sem Rauði krossinn og Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna slógu upp. Girtum griðastað, tjaldbúðum fyrir flóttamenn. Þarna er heilbrigðisþjónusta, skólar, sjoppur, samtíningur til þess að búa til bærilegt samfélag, með rakara, okurlánara og sokkasölumann á næsta horni. Samt er þetta auðvitað samfélag án framtíðar. Og fyrir utan girðinguna standa kyrrlátir eyðimerkurgulir skriðdrekar jórdanska hersins, með byssunni miðað beint upp í himininn, að tunglinu, til að minna tjaldbúana á að þeir eru bara gestir hérna í stutta stund á hótel jörð. Morguninn eftir voru bara tvö tjöld á lóðinni í Jerash. Sá sex ára var farinn, örugglega með fulla vasa af grjótiVísir/Páll StefánssonLeikvöllur flóttamannabarnanna í útjaðri Jerash.Vísir/Páll StefánssonVísir/Páll Stefánsson
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira