Tökum höndum saman Ráð Rótarinnar skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ársins 2017 verður minnst fyrir það þegar konur risu upp þúsundum saman vestan hafs og austan til að segja frá hvers kyns kynferðisofbeldi sem þær hafa verið beittar af valdamönnum í þeirra nánasta umhverfi, hvort heldur er í lista- og stjórnmálum eða allt þar á milli. Þöggun og leyndarhyggja verður ekki lengur liðin. Styrkurinn felst í samtakamættinum og fjöldanum. Rannsóknir sýna að konur sem leita sér meðferðar við fíkn eiga í langflestum tilfellum að baki alvarlega áfalla- og ofbeldissögu sem hefur haft afgerandi áhrif á heilsu þeirra og líðan. Rótin vill nýta tækifærið og benda enn og aftur á ólíðandi ofbeldi gegn konum á meðferðarstöðvum sem þarf að stöðva.34,5% þátttakenda urðu fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð Rótin kom að framkvæmd rannsóknar á reynslu kvenna af meðferðarúrræðum. Spurningalistar voru sendir til félaga í Rótinni en 34,6% sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í meðferð, 12% fyrir kynferðislegu ofbeldi, tæp 14% fyrir einelti og 28% fyrir andlegu ofbeldi. Einnig höfðu 6% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og tæp 4% fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni og ofbeldi í meðferð eða orðið vitni að slíku. Alls 23% sögðust hafa orðið vitni að einelti í meðferðinni, 21% að óhóflegri valdbeitingu starfsfólks, 45% voru vitni að ófaglegum eða óviðeigandi athugasemdum starfsfólks og 35% ofbeldi gegn öðrum þátttakanda í meðferðinni, af hendi annarra þátttakenda, og 15% að hótun.Ofbeldi órjúfanlegur hluti tilverunnar Á það ber líka að líta að margar konur sem leita sér meðferðar skilgreina ofbeldi ekki sem ofbeldi þegar þær koma í meðferð þar sem það er órjúfanlegur hluti tilveru þeirra. Saga kvennanna var því einnig skoðuð með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöðurnar eru sláandi, 55% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi á heimili sínu í æsku, 34% líkamlegt ofbeldi, 51% kynferðislegt ofbeldi, 70% sögðu að skort hefði upp á ást og umhyggju í uppvextinum og 37% sögðust hafa verið vanrækt. Þá höfðu 20% upplifað líkamlegt ofbeldi gegn móður. Rúm 80% þátttakenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum, tæp 75% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 88% fyrir andlegu ofbeldi, tæp 56% fyrir líkamlegu ofbeldi og rúm 46% fyrir fjárhagslegu ofbeldi og sama hlutfall hafði orðið fyrir einelti.Verður ekki liðið Rótin krefst þess að yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála taki þessar niðurstöður alvarlega. Þó að rannsóknin hafi verið gerð á afmörkuðum hópi þá er margt í niðurstöðunum sem snýr að ofbeldisreynslu kvenna í meðferð í samræmi við erlendar rannsóknir. Rótin var ekki síst stofnuð vegna frásagna kvenna af ofbeldi og áreitni í meðferðar- og batakerfinu og frá upphafi höfum við haldið þeim á lofti, enda eru þær alþekktar meðal þeirra sem farið hafa í meðferð. Svörin hafa hins vegar iðulega verið þau að við séum fordómafullar. Nú er þolinmæði okkar á þrotum eins og annarra kvenna. Hið opinbera verður að sjá til þess að meðferðarstaðir séu öruggir staðir þar sem áreitni og ofbeldi kemur í veg fyrir að bataferli frá fíkn geti hafist. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í úttekt á kerfinu þar sem rætt er við notendur. Rótin telur að nú sé nóg komið af aðgerðarleysi vegna síendurtekinna frásagna úr meðferðarkerfinu og hefur sent Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnfréttismálaráðherra, erindi þar að lútandi.Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar