Kæru farþegar, verið velkomin til Íslands Halldóra Gyða Matthíasdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning að lenda á Keflavíkurflugvelli og fá hlýjar og góðar móttökur. Ég hef oft reynt að setja mig í spor ferðamanna sem koma til landsins, hvernig er upplifunin af því að vera gestur á Íslandi? Hvernig tökum við á móti ferðamönnum? Hvernig er viðhorf okkar gagnvart þeim og hversu opin og vingjarnleg erum við? Ég hef ferðast um vinsæla ferðamannastaði bæði hérlendis og erlendis og sú umræða að við séum komin að þolmörkum finnst mér ansi ýkt í þeim samanburði. Auk þess hefur aðstaða fyrir ferðamenn á Íslandi verið bætt verulega á mörgum stöðum og margir nýir og spennandi afþreyingarmöguleikar í boði. Hvað varðar umræðu um gjaldtöku þá finnst mér alls ekki óeðlilegt að greiða fyrir þjónustu sem er veitt hverju sinni, enda ræður framboð og eftirspurn alltaf þegar á hólminn er komið. Um 50% af hagvexti frá 2010 eru tilkomin vegna ferðaþjónustunnar og undanfarin sex ár hefur ferðaþjónustan búið til rúmlega níu þúsund ný störf og hlutfall greinarinnar í útflutningstekjum landsins hefur farið úr 20% árið 2010 í 39% árið 2016. Einn stærsti ferðaþjónustuaðili í heimi, TripAdvisor, setti Ísland á kortið í sumar þegar hann fór í sameiginlega markaðsherferð með Reykjavík Excursions og kynnti Ísland sem einn mest spennandi áfangastað í heimi. Viðskiptavinir TripAdvisor gátu tekið þátt í happdrætti þar sem vinningurinn var Unleash Iceland ferð til Íslands fyrir tvo, flug, gisting í fjórar nætur og margvíslegar dagsferðir. Ferðalagi vinningshafanna var fylgt eftir og var einstaklega gaman að fylgjast með upplifun þeirra. Upplifun hangir saman við væntingar. Því er mikilvægt að stýra væntingum og það er hlutverk allra Íslendinga að taka vel á móti ferðamönnum hvar sem þeir koma, hvort sem við erum í ferðaþjónustu eða ekki. Þá er gott að hafa í huga hvernig við viljum að tekið sé á móti okkur hvert sem við förum sem ferðamenn. Því er líka mikilvægt að við tölum á jákvæðan hátt um íslenska ferðaþjónustu.Við þökkum fyrir ánægjuleg kynni á Íslandi og vonumst til að sjá ykkur aftur fljótlega.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf jafn yndisleg tilfinning að lenda á Keflavíkurflugvelli og fá hlýjar og góðar móttökur. Ég hef oft reynt að setja mig í spor ferðamanna sem koma til landsins, hvernig er upplifunin af því að vera gestur á Íslandi? Hvernig tökum við á móti ferðamönnum? Hvernig er viðhorf okkar gagnvart þeim og hversu opin og vingjarnleg erum við? Ég hef ferðast um vinsæla ferðamannastaði bæði hérlendis og erlendis og sú umræða að við séum komin að þolmörkum finnst mér ansi ýkt í þeim samanburði. Auk þess hefur aðstaða fyrir ferðamenn á Íslandi verið bætt verulega á mörgum stöðum og margir nýir og spennandi afþreyingarmöguleikar í boði. Hvað varðar umræðu um gjaldtöku þá finnst mér alls ekki óeðlilegt að greiða fyrir þjónustu sem er veitt hverju sinni, enda ræður framboð og eftirspurn alltaf þegar á hólminn er komið. Um 50% af hagvexti frá 2010 eru tilkomin vegna ferðaþjónustunnar og undanfarin sex ár hefur ferðaþjónustan búið til rúmlega níu þúsund ný störf og hlutfall greinarinnar í útflutningstekjum landsins hefur farið úr 20% árið 2010 í 39% árið 2016. Einn stærsti ferðaþjónustuaðili í heimi, TripAdvisor, setti Ísland á kortið í sumar þegar hann fór í sameiginlega markaðsherferð með Reykjavík Excursions og kynnti Ísland sem einn mest spennandi áfangastað í heimi. Viðskiptavinir TripAdvisor gátu tekið þátt í happdrætti þar sem vinningurinn var Unleash Iceland ferð til Íslands fyrir tvo, flug, gisting í fjórar nætur og margvíslegar dagsferðir. Ferðalagi vinningshafanna var fylgt eftir og var einstaklega gaman að fylgjast með upplifun þeirra. Upplifun hangir saman við væntingar. Því er mikilvægt að stýra væntingum og það er hlutverk allra Íslendinga að taka vel á móti ferðamönnum hvar sem þeir koma, hvort sem við erum í ferðaþjónustu eða ekki. Þá er gott að hafa í huga hvernig við viljum að tekið sé á móti okkur hvert sem við förum sem ferðamenn. Því er líka mikilvægt að við tölum á jákvæðan hátt um íslenska ferðaþjónustu.Við þökkum fyrir ánægjuleg kynni á Íslandi og vonumst til að sjá ykkur aftur fljótlega.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar