Gagnrýnd fyrir brjóstagjöf á almannafæri: „Brjóst eru ekki kynferðisleg“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 21:30 Brittni segir eðlilegt að gefa brjóst á almannafæri. Vísir / Facebook - Brittni Medina Bandaríska, tveggja barna móðirin Brittni Medina fer reglulega í skemmtigarðinn Disneyland með eiginmanni sínum og sonum þeirra tveimur, en annar snáðinn er tíu mánaða gamall og enn á brjósti. Brittni og fjölskylda hennar heimsótti garðinn í þessum mánuði og þegar yngri sonur hennar varð svangur, byrjaði hún að gefa honum brjóst á almannafæri. Sumum gestum líkaði það alls ekki. „Ég stóð í mjög langri röð í myndatöku þegar sonur minn varð svangur og ég ætlaði ekki að bíða í röðinni aftur. Þannig að ég dró niður bolinn og gaf honum brjóst,“ skrifar Brittni í færslu á Facebook sem hún deildi í hópnum Breastfeeding Mama Talk. Fljótlega heyrði Brittni að konur, sem hún þekkti ekki neitt, byrjuðu að gagnrýna hana fyrir að gefa brjóst þannig að hún svaraði fyrir sig. „Þessar konur létu ljót orð falla um mig þannig að ég færði mig til að ná mynd af mér með þeim. Ekki til að vekja athygli á sjálfri mér heldur á þeirri staðreynd að KONUR EIGI EKKI AÐ FINNA FYRIR SKÖMM FYRIR AÐ GEFA BÖRNUM SÍNUM, ÁN ÞESS AÐ HYLJA SIG.“ Þegar þetta er skrifað er búið að skrifa tæplega tvö þúsund athugasemdir við færsluna og deila henni rúmlega þúsund sinnum. Margar athugasemdirnar eru jákvæðar en sumir halda því fram að hún ætti að gefa barni sínu brjóst án þess að sýna svona mikið hold. „Já, ekki allir eru sammála. Í fyrsta lagi þarf ég ekki samþykki ykkar!“ skrifar Brittni í svari sínu til fólks og heldur áfram. „Brjóst eru ekki kynferðisleg! Ef þið getið ekki sagt börnunum ykkar að annað barn sé að borða, þá er það ekki mitt mál. Er ég vanalega svona „óvarin“ þegar ég gef syni mínum? Nei! En það eru ekki allar stundir í móðurhlutverkinu mjög glæstar!“ Brittni segir enn fremur að myndin gefi raunsæja mynd af brjóstagjöf og að samfélagið þurfi að samþykkja brjóstagjöf á almannafæri. „Ég bjóst ekki við að þessi mynd færi um allt á netinu. Auðvitað er þetta ekki besta myndin af mér en ég elska hana því, eins og ég skrifaði áður, eru ekki allar stundir sem móðir mjög glæstar.“ Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Fyrst kvenna til að gefa brjóst í þingsalnum í Ástralíu Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Larissa Waters braut blaði í ástralskri stjórnmálasögu í gær þegar hún gaf barni sínu brjóst í þingsalnum. 10. maí 2017 11:16 Páfinn hvetur mæður til brjóstagjafar í Sixtínsku kapellunni Páfinn er ötull stuðningsmaður brjóstagjafar á opinberum vettvangi. 8. janúar 2017 13:10 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Bandaríska, tveggja barna móðirin Brittni Medina fer reglulega í skemmtigarðinn Disneyland með eiginmanni sínum og sonum þeirra tveimur, en annar snáðinn er tíu mánaða gamall og enn á brjósti. Brittni og fjölskylda hennar heimsótti garðinn í þessum mánuði og þegar yngri sonur hennar varð svangur, byrjaði hún að gefa honum brjóst á almannafæri. Sumum gestum líkaði það alls ekki. „Ég stóð í mjög langri röð í myndatöku þegar sonur minn varð svangur og ég ætlaði ekki að bíða í röðinni aftur. Þannig að ég dró niður bolinn og gaf honum brjóst,“ skrifar Brittni í færslu á Facebook sem hún deildi í hópnum Breastfeeding Mama Talk. Fljótlega heyrði Brittni að konur, sem hún þekkti ekki neitt, byrjuðu að gagnrýna hana fyrir að gefa brjóst þannig að hún svaraði fyrir sig. „Þessar konur létu ljót orð falla um mig þannig að ég færði mig til að ná mynd af mér með þeim. Ekki til að vekja athygli á sjálfri mér heldur á þeirri staðreynd að KONUR EIGI EKKI AÐ FINNA FYRIR SKÖMM FYRIR AÐ GEFA BÖRNUM SÍNUM, ÁN ÞESS AÐ HYLJA SIG.“ Þegar þetta er skrifað er búið að skrifa tæplega tvö þúsund athugasemdir við færsluna og deila henni rúmlega þúsund sinnum. Margar athugasemdirnar eru jákvæðar en sumir halda því fram að hún ætti að gefa barni sínu brjóst án þess að sýna svona mikið hold. „Já, ekki allir eru sammála. Í fyrsta lagi þarf ég ekki samþykki ykkar!“ skrifar Brittni í svari sínu til fólks og heldur áfram. „Brjóst eru ekki kynferðisleg! Ef þið getið ekki sagt börnunum ykkar að annað barn sé að borða, þá er það ekki mitt mál. Er ég vanalega svona „óvarin“ þegar ég gef syni mínum? Nei! En það eru ekki allar stundir í móðurhlutverkinu mjög glæstar!“ Brittni segir enn fremur að myndin gefi raunsæja mynd af brjóstagjöf og að samfélagið þurfi að samþykkja brjóstagjöf á almannafæri. „Ég bjóst ekki við að þessi mynd færi um allt á netinu. Auðvitað er þetta ekki besta myndin af mér en ég elska hana því, eins og ég skrifaði áður, eru ekki allar stundir sem móðir mjög glæstar.“
Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Fyrst kvenna til að gefa brjóst í þingsalnum í Ástralíu Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Larissa Waters braut blaði í ástralskri stjórnmálasögu í gær þegar hún gaf barni sínu brjóst í þingsalnum. 10. maí 2017 11:16 Páfinn hvetur mæður til brjóstagjafar í Sixtínsku kapellunni Páfinn er ötull stuðningsmaður brjóstagjafar á opinberum vettvangi. 8. janúar 2017 13:10 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Fyrst kvenna til að gefa brjóst í þingsalnum í Ástralíu Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Larissa Waters braut blaði í ástralskri stjórnmálasögu í gær þegar hún gaf barni sínu brjóst í þingsalnum. 10. maí 2017 11:16
Páfinn hvetur mæður til brjóstagjafar í Sixtínsku kapellunni Páfinn er ötull stuðningsmaður brjóstagjafar á opinberum vettvangi. 8. janúar 2017 13:10