Upptökur, ekki upptekinn háttur Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 2. desember 2017 13:00 Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun