Upptökur, ekki upptekinn háttur Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 2. desember 2017 13:00 Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar