Fjölniskonur unnu 22-12 sigur á Gróttu í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í dag en Fjölniskonur léku hörku varnarleik sem skilaði sigrinum.
Hvorugu lið hafði tekist að vinna leik í Olís-deild kvenna en sóknarleikur liðanna átti fá svör við varnarleiknum sem leikinn var í dag.
Heimakonur leiddu með átta mörkum, 14-6 í hálfleik, og héldu Gróttu aðeins í sex mörkum í hvorum hálfleik.
Á sama tíma bættu þær við forskot sitt og unnu að lokum tíu marka sigur í Dalhúsum og tryggðu sér um leið sæti í 8-liða úrslitum.
Andrea Jacobsen var markahæst í liði Fjölnis með sex mörk en Slavica Mrkikj var markahæst í liði Gtróttu með fimm mörk.
Fjölniskonur settu í lás og komust í 8-liða úrslit

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn






Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn

Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn