Flóttamannavegurinn Jón Pétur Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.