Besta ár sögunnar? Sigrún Hjartardóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum núlifandi Íslendingi að ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum vaxið frá því að vera nokkurs konar sumarvertíð yfir í að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir óhjákvæmilega vaxtarverki í kjölfar ævintýralegrar aukningar getum við í heildina verið nokkuð sátt við hvernig til hefur tekist við að þróa og aðlaga þjónustuframboðið. Þannig hafa fjöldamörg ný og spennandi fyrirtæki orðið til og um tíma virtist sem engin leið væri að tapa peningum á því að starfrækja félag í ferðaþjónustu. Það er þó vitaskuld einföldun og að baki liggur mikil vinna og einurð fólks sem gjarnan hefur mikla ástríðu fyrir því sem það gerir. Fyrir marga er ferðaþjónusta næstum því lífsstíll fremur en starf. En nú eru ákveðnar blikur á lofti í greininni. Sterkari króna og miklar kostnaðarverðshækkanir, einkum launakostnaður, eru farnar að setja strik í reikninginn í rekstri sem er í eðli sínu fremur mannaflsfrekur. Þá eru vísbendingar um að búið sé að verðleggja áfangastaðinn Ísland út af ákveðnum mörkuðum. En hverjar sem ástæðurnar eru er það sannarlega eðlilegur hluti þróunar atvinnugreina að fara í gegnum þrengingar. Þær eru raunar oftar en ekki hreyfiafl breytinga og sameininga fyrirtækja. Til verða stærri og öflugri einingar með sterkari rekstrargrundvöll og meira bolmagn til að takast á við sveiflur. Vel framkvæmdar sameiningar ættu að öðru óbreyttu að spara kostnað við ýmsa miðlæga þjónustu, s.s. bókanir, sölu- og markaðsmál, bókhald og fjármál. Að auki geta sameinuð félög í einhverjum tilfellum nýtt rekstrarfjármuni betur og boðið viðskiptavinum stærri hluta af virðiskeðjunni. Framangreint gerir það að verkum að rými skapast til sérhæfingar í störfum sem aftur frelsar tíma fyrir eigendur og/eða stjórnendur til að einblína á kjarnareksturinn og stefnu félagsins fram á við. Með því næst meiri yfirsýn og líkur aukast á betri árangri. Það er auðveldara en marga grunar að eiga „besta ár sögunnar“ í sölu og tekjum en skila engu að síður litlum hagnaði, eða jafnvel tapi, af því að yfirsýn yfir rekstrarkostnaðinn skorti. Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum núlifandi Íslendingi að ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum vaxið frá því að vera nokkurs konar sumarvertíð yfir í að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir óhjákvæmilega vaxtarverki í kjölfar ævintýralegrar aukningar getum við í heildina verið nokkuð sátt við hvernig til hefur tekist við að þróa og aðlaga þjónustuframboðið. Þannig hafa fjöldamörg ný og spennandi fyrirtæki orðið til og um tíma virtist sem engin leið væri að tapa peningum á því að starfrækja félag í ferðaþjónustu. Það er þó vitaskuld einföldun og að baki liggur mikil vinna og einurð fólks sem gjarnan hefur mikla ástríðu fyrir því sem það gerir. Fyrir marga er ferðaþjónusta næstum því lífsstíll fremur en starf. En nú eru ákveðnar blikur á lofti í greininni. Sterkari króna og miklar kostnaðarverðshækkanir, einkum launakostnaður, eru farnar að setja strik í reikninginn í rekstri sem er í eðli sínu fremur mannaflsfrekur. Þá eru vísbendingar um að búið sé að verðleggja áfangastaðinn Ísland út af ákveðnum mörkuðum. En hverjar sem ástæðurnar eru er það sannarlega eðlilegur hluti þróunar atvinnugreina að fara í gegnum þrengingar. Þær eru raunar oftar en ekki hreyfiafl breytinga og sameininga fyrirtækja. Til verða stærri og öflugri einingar með sterkari rekstrargrundvöll og meira bolmagn til að takast á við sveiflur. Vel framkvæmdar sameiningar ættu að öðru óbreyttu að spara kostnað við ýmsa miðlæga þjónustu, s.s. bókanir, sölu- og markaðsmál, bókhald og fjármál. Að auki geta sameinuð félög í einhverjum tilfellum nýtt rekstrarfjármuni betur og boðið viðskiptavinum stærri hluta af virðiskeðjunni. Framangreint gerir það að verkum að rými skapast til sérhæfingar í störfum sem aftur frelsar tíma fyrir eigendur og/eða stjórnendur til að einblína á kjarnareksturinn og stefnu félagsins fram á við. Með því næst meiri yfirsýn og líkur aukast á betri árangri. Það er auðveldara en marga grunar að eiga „besta ár sögunnar“ í sölu og tekjum en skila engu að síður litlum hagnaði, eða jafnvel tapi, af því að yfirsýn yfir rekstrarkostnaðinn skorti. Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar