Íslenska er okkar mál Guðný Steinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar