Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu Jón Pétur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:00 Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.