Viðhorf til gæludýra Úrsúla Jünemann skrifar 16. nóvember 2017 10:15 Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja. Gamla konan átti lítinn páfagauk og sá var henni ómetanlega góður félagi. Hann var mjög gæfur, sat oft á öxl hennar og nartaði í eyrnasnepilinn. Eða hann trítlaði yfir borðið og reyndi að smakka á því sem hún var að borða. Hann kunni líka að tala smávegis og það vakti alltaf mikla lukku. En svo dó litli vinurinn einn daginn – það var rétt áður en ég var að flytja. Gamla konan grét mikið og var óhuggandi. Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður. Þann 9. nóvember var grein í Fréttablaðinu þar sem er sagt frá Sigurbjörgu Hlöðversdóttur sem býr í Hátúni 10. Hún á lítinn hund, en hundahald er ekki leyft í blokkum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Henni er gert að flytja þaðan ef hún lætur ekki hundinn frá sér. Þvílík grimmd! Að vilja ræna frá henni besta (og kannski einasta) félaga sínum. Og skýla sér bak við einhverjar ósveigjanlegar og sálarlausar reglur. Þessa kona hefur líklega sinnt sínum hundi mjög vel. Margt gamalt fólk er félagslega einangrað og hefur svo gott af því að hafa einhvern hjá sér, þótt sá sé bara á fjórum fótum, með fjaðrir eða annað. En svo hlýtur að vera allt í lagi að menn sem búa í einbýli fái sér alls konar dýr, sama hvort þeir hugsa um þau nógu vel. Hundar til dæmis þurfa að komast út að hreyfa sig. Þeir eru félagsverur og þeim líður illa að vera skildir eftir frá morgni til kvölds. Áður en menn fá sér gæludýr þarf að athuga hverjar þarfir þeirra eru. Dýr eru ekki leikföng!Ábyrgð á lifandi veru Í minni bernsku úti í Þýskalandi var alltaf talsvert af dýrum á heimilinu enda bjuggum við úti í sveit. Við áttum ketti, hunda, kanínur, hænur og skjaldböku. Svo langaði mig svo mikið í naggrís að ég ákvað að gefa mömmu minni einn slíkan í afmælisgjöf. Mamma mín táraðist af hlátri. En pabbi minn var ákveðinn eins og alltaf þegar nýr íbúi bættist við í dýrasafnið: „Ef þið sinnið þessu dýri ekki eins og skyldi þá fer það samstundis!“ Við lærðum þannig að bera ábyrgð á þeim dýrum sem við áttum. Ég held að það geri börnunum gott að alast upp með dýrum og læra að þau hafa sínar þarfir eins og við. Nú er stutt til jóla. Þá dettur sumum foreldrum í hug að gefa krökkunum lifandi dýr. Krúttlegan hvolp, sætan kettling, mjúka kanínu, hamstur eða annað. Það mun vekja lukku, ekki spurning. En svo tekur hvunndagurinn við. Það þarf að hreinsa kattarkassann, kanínu- eða hamstrabúrið. Það þarf að fara út með hundinn. Stundum er þörf á að fara til dýralæknis og það kostar. Og svo er það sumarfríið. Hvert á að fara með dýrin? Það er dýrt að fara með þau á katta- eða hundahótel. Og allt þetta vesen með þetta yfirhöfuð. Krúttlegi kettlingurinn er orðinn fullorðinn, það þarf að gera hann ófrjóan. Setjum hann frekar út og gleymum honum. Er ekki bara allt í lagi að henda kanínunni út í skóg, hún mun spjara sig? Gott fólk, hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur dýr á heimilið. Það fylgir þessu ábyrgð á lifandi veru í mörg ár. Dýr eru ekki leikföng en geta verið lífsfylling fyrir einsamalt og gamalt fólk. Höfundur er kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja. Gamla konan átti lítinn páfagauk og sá var henni ómetanlega góður félagi. Hann var mjög gæfur, sat oft á öxl hennar og nartaði í eyrnasnepilinn. Eða hann trítlaði yfir borðið og reyndi að smakka á því sem hún var að borða. Hann kunni líka að tala smávegis og það vakti alltaf mikla lukku. En svo dó litli vinurinn einn daginn – það var rétt áður en ég var að flytja. Gamla konan grét mikið og var óhuggandi. Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður. Þann 9. nóvember var grein í Fréttablaðinu þar sem er sagt frá Sigurbjörgu Hlöðversdóttur sem býr í Hátúni 10. Hún á lítinn hund, en hundahald er ekki leyft í blokkum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Henni er gert að flytja þaðan ef hún lætur ekki hundinn frá sér. Þvílík grimmd! Að vilja ræna frá henni besta (og kannski einasta) félaga sínum. Og skýla sér bak við einhverjar ósveigjanlegar og sálarlausar reglur. Þessa kona hefur líklega sinnt sínum hundi mjög vel. Margt gamalt fólk er félagslega einangrað og hefur svo gott af því að hafa einhvern hjá sér, þótt sá sé bara á fjórum fótum, með fjaðrir eða annað. En svo hlýtur að vera allt í lagi að menn sem búa í einbýli fái sér alls konar dýr, sama hvort þeir hugsa um þau nógu vel. Hundar til dæmis þurfa að komast út að hreyfa sig. Þeir eru félagsverur og þeim líður illa að vera skildir eftir frá morgni til kvölds. Áður en menn fá sér gæludýr þarf að athuga hverjar þarfir þeirra eru. Dýr eru ekki leikföng!Ábyrgð á lifandi veru Í minni bernsku úti í Þýskalandi var alltaf talsvert af dýrum á heimilinu enda bjuggum við úti í sveit. Við áttum ketti, hunda, kanínur, hænur og skjaldböku. Svo langaði mig svo mikið í naggrís að ég ákvað að gefa mömmu minni einn slíkan í afmælisgjöf. Mamma mín táraðist af hlátri. En pabbi minn var ákveðinn eins og alltaf þegar nýr íbúi bættist við í dýrasafnið: „Ef þið sinnið þessu dýri ekki eins og skyldi þá fer það samstundis!“ Við lærðum þannig að bera ábyrgð á þeim dýrum sem við áttum. Ég held að það geri börnunum gott að alast upp með dýrum og læra að þau hafa sínar þarfir eins og við. Nú er stutt til jóla. Þá dettur sumum foreldrum í hug að gefa krökkunum lifandi dýr. Krúttlegan hvolp, sætan kettling, mjúka kanínu, hamstur eða annað. Það mun vekja lukku, ekki spurning. En svo tekur hvunndagurinn við. Það þarf að hreinsa kattarkassann, kanínu- eða hamstrabúrið. Það þarf að fara út með hundinn. Stundum er þörf á að fara til dýralæknis og það kostar. Og svo er það sumarfríið. Hvert á að fara með dýrin? Það er dýrt að fara með þau á katta- eða hundahótel. Og allt þetta vesen með þetta yfirhöfuð. Krúttlegi kettlingurinn er orðinn fullorðinn, það þarf að gera hann ófrjóan. Setjum hann frekar út og gleymum honum. Er ekki bara allt í lagi að henda kanínunni út í skóg, hún mun spjara sig? Gott fólk, hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur dýr á heimilið. Það fylgir þessu ábyrgð á lifandi veru í mörg ár. Dýr eru ekki leikföng en geta verið lífsfylling fyrir einsamalt og gamalt fólk. Höfundur er kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar