Iðnnám á háskólastig Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 16. nóvember 2017 10:11 Í Fréttablaðinu þ. 16. nóv. s.l. er grein eftir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem hann kallar réttilega eftir aukinni virðingu fyrir iðnnámi. Mig langar í því sambandi að leggja nokkur orð í belg um námsfyrirkomulag á Íslandi almennt, sem snertir með beinum hætti ákall Sigurðar. Það snertir líka þann tilfinnanlega skort á ungmennum sem leggja iðnnám fyrir sig, sem er áhyggjuefni. Framhaldsskólanám á Íslandi fer að mestu fram á tíma sem námsmenn eru skilgreindir lögum samkvæmt sem „börn“ og með fyrirhugaðri styttingu framhaldsskólanáms verður það í raun bara á síðasta námsári í framhaldsskóla sem nemendur eru lagalega sjálfráða. Samfélag nútímans er orðið svo flókið og valkostir sem ungt fólk stendur frammi fyrir svo fjölbreytilegir að ætla má að þessum námsárum barnanna okkar sé best varið í tiltölulega opið og almennt nám sem undirbýr unga fólkið með sem allra bestum hætti fyrir líf í þessum fjölbreytileika, en loki það ekki inni í einhverskonar botnlanga sem takmarkar val þeirra síðar. Segja má að eins og iðnnámi á Íslandi er fyrirkomið í dag þá sé það þess konar botnlangi. Stúdentspróf er í dag aðgöngumiði að öllu því hlaðborði valkosta sem ungt fólk stendur frammi fyrir. Því er engin skynsemi í öðru fyrir ungt fólk sem vill halda leiðum fyrir sig opnum en að ljúka stúdentsprófi. Því langar mig að leggja eftirfarandi til, sem gæti í raun haft margþætt áhrif á þessi viðfangsefni: - Grunnskólinn verði styttur um eitt ár og nemendur byrji sem því nemur fyrr í framhaldsskóla. - Skólaskylda verði framlengd út þann tíma sem einstaklingar eru skilgreindir sem börn (til 18 ára aldurs), þannig að með þeirri styttingu framhaldsskólans sem þegar hefur verið ráðist í útskrifist allir nemendur með stúdentspróf að lokinni skólaskyldu við átján ára aldur. - Jafnhliða þessu verði iðnnám fært upp á eiginlegt háskólastig í þar til gerðum fagháskólum. Það þýðir að þeir sem sinna kennslu á því stigi þurfa jafnframt að efla þekkingu sína með reglubundnum hætti eins og háskólakennarar gera með rannsóknum eða rannsóknatengdu starfi líkt og gert er í atvinnutengdum háskólum (applied science universities) víða um lönd. Undanfarna áratugi hafa fjöldamargar námsgreinar sem skilgreina má sem „starfsnám“ verið færðar upp á háskólastig og má t.d. nefna kennaranám, hjúkrunarnám, sjúkraliðanám, listnám, leikskólakennaranám og viðskiptanám. Margar þeirra eru að auki greinar sem konur sækja í fremur en karlar (það er viðfangsefni í sjálfu sér) og hefur það stuðlað að óeðlilegum kynjahalla þegar kemur að háskólanámi, þar sem konur eru í talsverðum meirihluta þeirra sem slíkt nám stunda og því ljúka. Með þessum hætti myndu mörg markmið nást í einu. Í fyrsta lagi væru öll börnin okkar með aðgöngumiða að hvaða námi sem er að aflokinni skólaskyldunni (stúdentspróf). Í öðru lagi yrði brottfall úr framhaldsskóla jaðartilvik, en það er í dag talsvert vandamál á Íslandi. Í þriðja lagi myndu Íslendingar útskrifast úr háskóla (og framhaldsskóla) á sama tíma og flestar nágrannaþjóðir okkar gera. Í fjórða lagi myndi þetta setja iðnnám á sama stað í skólakerfinu og annað starfsnám og veita því þann sess í okkar menntakerfi sem það á skilið, auk þess að gera starf kennarans í þessum greinum áhugaverðara með áherslunni á rannsóknir og símenntun. Einnig myndi þetta stuðla að sjálfstæðri framþróun fagsins innan iðn- og tækniháskólans (-háskólanna). Í fimmta lagi myndi þetta koma til móts við þann kynjahalla sem er á háskólastigi og fjölga ungum körlum með háskólapróf. Er ekki orðið tímabært, í stað þess að láta iðnnám á Íslandi fjara út á námsstigi sem mikill fjöldi íslenskra námsmanna og foreldra telja að eigi að leggja undir almennt undirbúningsnám fyrir lífið, að veita því einfaldlega þann sess sem það á skilið? Meðal starfsnáms á háskólastigi?Höfundur er dósent og f.v. háskólarektor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 16. nóv. s.l. er grein eftir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem hann kallar réttilega eftir aukinni virðingu fyrir iðnnámi. Mig langar í því sambandi að leggja nokkur orð í belg um námsfyrirkomulag á Íslandi almennt, sem snertir með beinum hætti ákall Sigurðar. Það snertir líka þann tilfinnanlega skort á ungmennum sem leggja iðnnám fyrir sig, sem er áhyggjuefni. Framhaldsskólanám á Íslandi fer að mestu fram á tíma sem námsmenn eru skilgreindir lögum samkvæmt sem „börn“ og með fyrirhugaðri styttingu framhaldsskólanáms verður það í raun bara á síðasta námsári í framhaldsskóla sem nemendur eru lagalega sjálfráða. Samfélag nútímans er orðið svo flókið og valkostir sem ungt fólk stendur frammi fyrir svo fjölbreytilegir að ætla má að þessum námsárum barnanna okkar sé best varið í tiltölulega opið og almennt nám sem undirbýr unga fólkið með sem allra bestum hætti fyrir líf í þessum fjölbreytileika, en loki það ekki inni í einhverskonar botnlanga sem takmarkar val þeirra síðar. Segja má að eins og iðnnámi á Íslandi er fyrirkomið í dag þá sé það þess konar botnlangi. Stúdentspróf er í dag aðgöngumiði að öllu því hlaðborði valkosta sem ungt fólk stendur frammi fyrir. Því er engin skynsemi í öðru fyrir ungt fólk sem vill halda leiðum fyrir sig opnum en að ljúka stúdentsprófi. Því langar mig að leggja eftirfarandi til, sem gæti í raun haft margþætt áhrif á þessi viðfangsefni: - Grunnskólinn verði styttur um eitt ár og nemendur byrji sem því nemur fyrr í framhaldsskóla. - Skólaskylda verði framlengd út þann tíma sem einstaklingar eru skilgreindir sem börn (til 18 ára aldurs), þannig að með þeirri styttingu framhaldsskólans sem þegar hefur verið ráðist í útskrifist allir nemendur með stúdentspróf að lokinni skólaskyldu við átján ára aldur. - Jafnhliða þessu verði iðnnám fært upp á eiginlegt háskólastig í þar til gerðum fagháskólum. Það þýðir að þeir sem sinna kennslu á því stigi þurfa jafnframt að efla þekkingu sína með reglubundnum hætti eins og háskólakennarar gera með rannsóknum eða rannsóknatengdu starfi líkt og gert er í atvinnutengdum háskólum (applied science universities) víða um lönd. Undanfarna áratugi hafa fjöldamargar námsgreinar sem skilgreina má sem „starfsnám“ verið færðar upp á háskólastig og má t.d. nefna kennaranám, hjúkrunarnám, sjúkraliðanám, listnám, leikskólakennaranám og viðskiptanám. Margar þeirra eru að auki greinar sem konur sækja í fremur en karlar (það er viðfangsefni í sjálfu sér) og hefur það stuðlað að óeðlilegum kynjahalla þegar kemur að háskólanámi, þar sem konur eru í talsverðum meirihluta þeirra sem slíkt nám stunda og því ljúka. Með þessum hætti myndu mörg markmið nást í einu. Í fyrsta lagi væru öll börnin okkar með aðgöngumiða að hvaða námi sem er að aflokinni skólaskyldunni (stúdentspróf). Í öðru lagi yrði brottfall úr framhaldsskóla jaðartilvik, en það er í dag talsvert vandamál á Íslandi. Í þriðja lagi myndu Íslendingar útskrifast úr háskóla (og framhaldsskóla) á sama tíma og flestar nágrannaþjóðir okkar gera. Í fjórða lagi myndi þetta setja iðnnám á sama stað í skólakerfinu og annað starfsnám og veita því þann sess í okkar menntakerfi sem það á skilið, auk þess að gera starf kennarans í þessum greinum áhugaverðara með áherslunni á rannsóknir og símenntun. Einnig myndi þetta stuðla að sjálfstæðri framþróun fagsins innan iðn- og tækniháskólans (-háskólanna). Í fimmta lagi myndi þetta koma til móts við þann kynjahalla sem er á háskólastigi og fjölga ungum körlum með háskólapróf. Er ekki orðið tímabært, í stað þess að láta iðnnám á Íslandi fjara út á námsstigi sem mikill fjöldi íslenskra námsmanna og foreldra telja að eigi að leggja undir almennt undirbúningsnám fyrir lífið, að veita því einfaldlega þann sess sem það á skilið? Meðal starfsnáms á háskólastigi?Höfundur er dósent og f.v. háskólarektor
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun