Upplýsingaveita fyrir stærstu atvinnugreinina Barnheiður Hallsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Upplýsingaskortur getur verið afdrifaríkur þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Það á við bæði í rekstri fyrirtækja og ekki síður í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Tiltækar upplýsingar sem varða ferðaþjónustu hafa ekki legið á lausu hingað til. Þær hafa verið óaðgengilegar, vistaðar hér og þar og oft ekki verið nema fyrir sérfræðinga að finna þær og vinna úr þeim. Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem á eftir að breyta miklu fyrir alla þá sem starfa við ferðaþjónustu eða annað henni tengt. Í Mælaborðinu er í fyrsta skipti hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað. Tölurnar í Mælaborðinu eru settar fram með myndrænum hætti, sem gerir notendum auðveldara fyrir að átta sig á þróuninni og spá í framtíðina.Yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatökuVöxtur og þróun ferðaþjónustunnar hefur verið með ólíkindum eins og allir vita. Fyrirtækin hafa verið á hlaupum að bregðast við, fjárfesta, þróa, ráða starfsfólk, breyta og bæta. Erfitt hefur verið að ná yfirsýn yfir þær fjölmörgu breytur sem gefa til kynna hvert stefnir. Í mörgum tilfellum hafa fyrirtækin því þurft að stökkva út í djúpu laugina með allt of mikið af óþekktum stærðum í farteskinu og vona það besta. Með því að hafa sem mest af upplýsingum aðgengilegt á einum stað verður hægt að gera markvissari áætlanir en áður og stuðla að skynsamlegri nýtingu framleiðsluþátta ferðaþjónustunnar og gera markaðs- og aðgerðaáætlanir lengra fram í tímann.Ferðaþjónusta teygir anga sína víðaFerðaþjónustan hefur töluverða sérstöðu sem atvinnugrein vegna þess hvað hún snertir marga anga þjóðfélagsins. Í ferðaþjónustu starfa um 28 þúsund manns. Auk þess byggir gríðarlegur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja afkomu sína óbeint á ferðaþjónustu. Breyturnar eru ótal margar og viðsnúningur til hins betra eða verra á einum stað getur haft mikil áhrif á fjölda annarra. Það er því mikilvægt fyrir fleiri en þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki að vera með á nótunum.Upplýsingar úr öllum áttumMeðal þess sem mælaborðið sýnir til að byrja með er fjöldi ferðamanna, framboð gistirýmis, nýting hótelherbergja, nýting og tekjur Airbnb gistingar, komur og dreifing skemmtiferðaskipa, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, gjaldeyristekjur og fjöldi bílaleigubíla. Þessar tölur má skoða nánar eftir árum, landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, þjóðernum o.fl. Á næstu misserum er áætlað að bæta við miklu meira af upplýsingum. Sem dæmi má nefna farþegaupplýsingar, viðhorfskannanir meðal ferðamanna og heimamanna og landamærakannanir.Allir hafa sama aðgangStór kostur Mælaborðsins er að allir hafa sama aðgang að upplýsingunum. Lítil og stór fyrirtæki, bankar og lánastofnanir, rannsakendur og ráðgjafar, skólar og námsmenn, ríki og sveitarfélög. Mælaborðið gefur fyrirheit um að komin sé góð hreyfing á það ákall frá ferðaþjónustunni að samræma og bæta aðgengi að upplýsingum. Gott aðgengi að upplýsingum er öllum í hag og er það von okkar sem störfum í greininni að upplýsingaveitan gefi frekari rannsóknum, könnunum og upplýsingaöflun byr undir báða vængi.Höfundur er framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf. og Viator Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Upplýsingaskortur getur verið afdrifaríkur þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Það á við bæði í rekstri fyrirtækja og ekki síður í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Tiltækar upplýsingar sem varða ferðaþjónustu hafa ekki legið á lausu hingað til. Þær hafa verið óaðgengilegar, vistaðar hér og þar og oft ekki verið nema fyrir sérfræðinga að finna þær og vinna úr þeim. Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem á eftir að breyta miklu fyrir alla þá sem starfa við ferðaþjónustu eða annað henni tengt. Í Mælaborðinu er í fyrsta skipti hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað. Tölurnar í Mælaborðinu eru settar fram með myndrænum hætti, sem gerir notendum auðveldara fyrir að átta sig á þróuninni og spá í framtíðina.Yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatökuVöxtur og þróun ferðaþjónustunnar hefur verið með ólíkindum eins og allir vita. Fyrirtækin hafa verið á hlaupum að bregðast við, fjárfesta, þróa, ráða starfsfólk, breyta og bæta. Erfitt hefur verið að ná yfirsýn yfir þær fjölmörgu breytur sem gefa til kynna hvert stefnir. Í mörgum tilfellum hafa fyrirtækin því þurft að stökkva út í djúpu laugina með allt of mikið af óþekktum stærðum í farteskinu og vona það besta. Með því að hafa sem mest af upplýsingum aðgengilegt á einum stað verður hægt að gera markvissari áætlanir en áður og stuðla að skynsamlegri nýtingu framleiðsluþátta ferðaþjónustunnar og gera markaðs- og aðgerðaáætlanir lengra fram í tímann.Ferðaþjónusta teygir anga sína víðaFerðaþjónustan hefur töluverða sérstöðu sem atvinnugrein vegna þess hvað hún snertir marga anga þjóðfélagsins. Í ferðaþjónustu starfa um 28 þúsund manns. Auk þess byggir gríðarlegur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja afkomu sína óbeint á ferðaþjónustu. Breyturnar eru ótal margar og viðsnúningur til hins betra eða verra á einum stað getur haft mikil áhrif á fjölda annarra. Það er því mikilvægt fyrir fleiri en þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki að vera með á nótunum.Upplýsingar úr öllum áttumMeðal þess sem mælaborðið sýnir til að byrja með er fjöldi ferðamanna, framboð gistirýmis, nýting hótelherbergja, nýting og tekjur Airbnb gistingar, komur og dreifing skemmtiferðaskipa, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, gjaldeyristekjur og fjöldi bílaleigubíla. Þessar tölur má skoða nánar eftir árum, landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, þjóðernum o.fl. Á næstu misserum er áætlað að bæta við miklu meira af upplýsingum. Sem dæmi má nefna farþegaupplýsingar, viðhorfskannanir meðal ferðamanna og heimamanna og landamærakannanir.Allir hafa sama aðgangStór kostur Mælaborðsins er að allir hafa sama aðgang að upplýsingunum. Lítil og stór fyrirtæki, bankar og lánastofnanir, rannsakendur og ráðgjafar, skólar og námsmenn, ríki og sveitarfélög. Mælaborðið gefur fyrirheit um að komin sé góð hreyfing á það ákall frá ferðaþjónustunni að samræma og bæta aðgengi að upplýsingum. Gott aðgengi að upplýsingum er öllum í hag og er það von okkar sem störfum í greininni að upplýsingaveitan gefi frekari rannsóknum, könnunum og upplýsingaöflun byr undir báða vængi.Höfundur er framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf. og Viator
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar