Upplýsingaveita fyrir stærstu atvinnugreinina Barnheiður Hallsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Upplýsingaskortur getur verið afdrifaríkur þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Það á við bæði í rekstri fyrirtækja og ekki síður í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Tiltækar upplýsingar sem varða ferðaþjónustu hafa ekki legið á lausu hingað til. Þær hafa verið óaðgengilegar, vistaðar hér og þar og oft ekki verið nema fyrir sérfræðinga að finna þær og vinna úr þeim. Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem á eftir að breyta miklu fyrir alla þá sem starfa við ferðaþjónustu eða annað henni tengt. Í Mælaborðinu er í fyrsta skipti hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað. Tölurnar í Mælaborðinu eru settar fram með myndrænum hætti, sem gerir notendum auðveldara fyrir að átta sig á þróuninni og spá í framtíðina.Yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatökuVöxtur og þróun ferðaþjónustunnar hefur verið með ólíkindum eins og allir vita. Fyrirtækin hafa verið á hlaupum að bregðast við, fjárfesta, þróa, ráða starfsfólk, breyta og bæta. Erfitt hefur verið að ná yfirsýn yfir þær fjölmörgu breytur sem gefa til kynna hvert stefnir. Í mörgum tilfellum hafa fyrirtækin því þurft að stökkva út í djúpu laugina með allt of mikið af óþekktum stærðum í farteskinu og vona það besta. Með því að hafa sem mest af upplýsingum aðgengilegt á einum stað verður hægt að gera markvissari áætlanir en áður og stuðla að skynsamlegri nýtingu framleiðsluþátta ferðaþjónustunnar og gera markaðs- og aðgerðaáætlanir lengra fram í tímann.Ferðaþjónusta teygir anga sína víðaFerðaþjónustan hefur töluverða sérstöðu sem atvinnugrein vegna þess hvað hún snertir marga anga þjóðfélagsins. Í ferðaþjónustu starfa um 28 þúsund manns. Auk þess byggir gríðarlegur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja afkomu sína óbeint á ferðaþjónustu. Breyturnar eru ótal margar og viðsnúningur til hins betra eða verra á einum stað getur haft mikil áhrif á fjölda annarra. Það er því mikilvægt fyrir fleiri en þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki að vera með á nótunum.Upplýsingar úr öllum áttumMeðal þess sem mælaborðið sýnir til að byrja með er fjöldi ferðamanna, framboð gistirýmis, nýting hótelherbergja, nýting og tekjur Airbnb gistingar, komur og dreifing skemmtiferðaskipa, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, gjaldeyristekjur og fjöldi bílaleigubíla. Þessar tölur má skoða nánar eftir árum, landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, þjóðernum o.fl. Á næstu misserum er áætlað að bæta við miklu meira af upplýsingum. Sem dæmi má nefna farþegaupplýsingar, viðhorfskannanir meðal ferðamanna og heimamanna og landamærakannanir.Allir hafa sama aðgangStór kostur Mælaborðsins er að allir hafa sama aðgang að upplýsingunum. Lítil og stór fyrirtæki, bankar og lánastofnanir, rannsakendur og ráðgjafar, skólar og námsmenn, ríki og sveitarfélög. Mælaborðið gefur fyrirheit um að komin sé góð hreyfing á það ákall frá ferðaþjónustunni að samræma og bæta aðgengi að upplýsingum. Gott aðgengi að upplýsingum er öllum í hag og er það von okkar sem störfum í greininni að upplýsingaveitan gefi frekari rannsóknum, könnunum og upplýsingaöflun byr undir báða vængi.Höfundur er framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf. og Viator Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Upplýsingaskortur getur verið afdrifaríkur þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Það á við bæði í rekstri fyrirtækja og ekki síður í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Tiltækar upplýsingar sem varða ferðaþjónustu hafa ekki legið á lausu hingað til. Þær hafa verið óaðgengilegar, vistaðar hér og þar og oft ekki verið nema fyrir sérfræðinga að finna þær og vinna úr þeim. Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem á eftir að breyta miklu fyrir alla þá sem starfa við ferðaþjónustu eða annað henni tengt. Í Mælaborðinu er í fyrsta skipti hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað. Tölurnar í Mælaborðinu eru settar fram með myndrænum hætti, sem gerir notendum auðveldara fyrir að átta sig á þróuninni og spá í framtíðina.Yfirsýn sem auðveldar ákvarðanatökuVöxtur og þróun ferðaþjónustunnar hefur verið með ólíkindum eins og allir vita. Fyrirtækin hafa verið á hlaupum að bregðast við, fjárfesta, þróa, ráða starfsfólk, breyta og bæta. Erfitt hefur verið að ná yfirsýn yfir þær fjölmörgu breytur sem gefa til kynna hvert stefnir. Í mörgum tilfellum hafa fyrirtækin því þurft að stökkva út í djúpu laugina með allt of mikið af óþekktum stærðum í farteskinu og vona það besta. Með því að hafa sem mest af upplýsingum aðgengilegt á einum stað verður hægt að gera markvissari áætlanir en áður og stuðla að skynsamlegri nýtingu framleiðsluþátta ferðaþjónustunnar og gera markaðs- og aðgerðaáætlanir lengra fram í tímann.Ferðaþjónusta teygir anga sína víðaFerðaþjónustan hefur töluverða sérstöðu sem atvinnugrein vegna þess hvað hún snertir marga anga þjóðfélagsins. Í ferðaþjónustu starfa um 28 þúsund manns. Auk þess byggir gríðarlegur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja afkomu sína óbeint á ferðaþjónustu. Breyturnar eru ótal margar og viðsnúningur til hins betra eða verra á einum stað getur haft mikil áhrif á fjölda annarra. Það er því mikilvægt fyrir fleiri en þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki að vera með á nótunum.Upplýsingar úr öllum áttumMeðal þess sem mælaborðið sýnir til að byrja með er fjöldi ferðamanna, framboð gistirýmis, nýting hótelherbergja, nýting og tekjur Airbnb gistingar, komur og dreifing skemmtiferðaskipa, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, gjaldeyristekjur og fjöldi bílaleigubíla. Þessar tölur má skoða nánar eftir árum, landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, þjóðernum o.fl. Á næstu misserum er áætlað að bæta við miklu meira af upplýsingum. Sem dæmi má nefna farþegaupplýsingar, viðhorfskannanir meðal ferðamanna og heimamanna og landamærakannanir.Allir hafa sama aðgangStór kostur Mælaborðsins er að allir hafa sama aðgang að upplýsingunum. Lítil og stór fyrirtæki, bankar og lánastofnanir, rannsakendur og ráðgjafar, skólar og námsmenn, ríki og sveitarfélög. Mælaborðið gefur fyrirheit um að komin sé góð hreyfing á það ákall frá ferðaþjónustunni að samræma og bæta aðgengi að upplýsingum. Gott aðgengi að upplýsingum er öllum í hag og er það von okkar sem störfum í greininni að upplýsingaveitan gefi frekari rannsóknum, könnunum og upplýsingaöflun byr undir báða vængi.Höfundur er framkvæmdastjóri Kötlu DMI ehf. og Viator
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar