Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 13:07 Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar