Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 13:07 Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar