Staða framhaldsskólanemenda á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 13:07 Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ungt fólk gengur í gegnum viðamikið þroskaskeið fyrstu árin í framhaldsskóla og tekst í sífellu á við nýjar áskoranir. Það þarf ekki aðeins á góðri kennslu að halda heldur einnig stuðningi og leiðsögn við að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þá er þjálfun í sjálfstæðum hugsunarhætti mikilvæg til að móta þá stefnu sem nemandinn vill fara á jafningjagrundvelli. Veita þarf minni forsjá og meiri leiðsögn, þannig næst það besta fram í einstaklingnum. Framhaldsskólanemar eru framtíðin og bíða þeirra störf eins og lögfræði, húsgagnasmíði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. Gæta þarf þess að götur þeirra séu greiðar og verða ráðamenn að hlusta á raddir þeirra og ábendingar til að fá tilfinningu fyrir nútíð og framtíð. Hugsunarháttur ungs fólks er ekki ósvipaður og fyrir 30 árum en er þó nýr og ferskur. Kemur gríðarleg tækniþróun þar við sögu, margt af því sem aðeins var til í huga villtustu tæknigúrúa þegar núverandi ráðamenn sátu á skólabekk er raunveruleiki nemenda í dag. Að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið ágætis aðgerð að mörgu leyti. Hins vegar verður ekki hjá því litið að ekki ríkir almenn sátt um framkvæmdina meðal bóknámsnema. Telja þeir meðal annars að mikilvægum grunnáföngum hafi verið fórnað, álagið á nemendur sé meira en góðu hófi gegnir og skortur hafi verið á að kennarar og nemendur fengju leiðsögn í nýju kerfi. Miklu máli skiptir að fá fulltrúa nemenda að borðinu og heyra þeirra sjónarmið þegar ákvarðanir sem þessar eru teknar, þeir eru jú ansi klárir og þekkja hvað best málefnin sem þá varða. Víða er pottur brotinn í stuðningi við nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám í framhaldsskólum, bæði tengt námi og félagslífi. Mikilvægt er að leggja áherslu á íslenskukennslu án þess þó að aftra námi þeirra í öðrum fögum með kennslu á íslensku þegar ekki er nauðsyn. Skólasamfélagið allt, stjórnendur, nemendur og námsráðgjafar þurfa að gera betur þegar kemur að því að bjóða nemendur af erlendum uppruna velkomna og aðstoða þá við að greiða götur þeirra innan veggja skólanna. Oft er lítið um samskipti milli hópanna og einangrun verður mikil. Þá er mikilvægt að námsráðgjafar geti veitt nemendum af erlendum uppruna þá þjónustu sem nauðsynleg er svo þeir megi njóta sín í skólasamfélaginu. Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum hefur verið ákall íslenskra nemenda um nokkurt skeið. Stjórnvöld, framhaldsskólanemendur og almenningur hafa mikilla hagsmuna að gæta en sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra manna á aldrinum 18–24 ára og ljúka ekki 44% nemenda í framhaldsskóla námi á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Á sambandsfundi SÍF í nóvember var samþykkt ályktun þess efnis að öllum framhaldsskólanemum skuli vera tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna. Allir nemendur sem á þurfa að halda eiga fá jafn marga gjaldfrjálsa tíma, óháð stærð skóla og staðsetningu. Í dag er alþjóðlegur dagur námsmanna en á honum heiðrum við minningu nemenda í Prag árið 1939 þegar öllum framhalds- og háskólum landsins var lokað og 1200 nemendur handteknir og sendir í útrýmingarbúðir fyrir að mótmæla innrás nasista í landið. Kæru nemendur, stöndum vörð saman um hagsmuni okkar, það gerir það enginn betur en við. Framtíðin er björt og stútfull af tækifærum, við sem ungt fólk eigum að nýta sóknartækifærin sem bíða okkar úti í samfélaginu og veita stjórnvöldum aðhald þegar þess krefst. Til hamingju með daginn.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar